Erlent

Ungur maður særði tvennt í skot­á­rás á Græn­landi

Kjartan Kjartansson skrifar
Hús í þorpinu Tiniteqilaaq þar sem skotárásin var framin. Myndin er úr safni.
Hús í þorpinu Tiniteqilaaq þar sem skotárásin var framin. Myndin er úr safni. Vísir/Getty

Tvennt er sært eftir að átján ára piltur hóf skothríð í þorpinu Tiniteqilaaq á suðaustanverðu Grænlandi í dag. Annar þeirra særðu er sagður í lífshættu en pilturinn er í haldi lögreglu.

Grænlenski fjölmiðillinn KNR hefur eftir lögreglu að þau særðu sé 33 ára gamall karlmaður og 36 ára gömul kona. Flogið var með þau bæði á sjúkrahús í Tasiilaq.

Pilturinn sem er grunaður um skotárásina var handtekinn um klukkan ellefu að staðartíma en tilkynning um hana barst lögreglu fyrst klukkan 6:42 í morgun. Íbúar í þorpinu voru beðnir um að halda kyrru fyrir innandyra með ljósin slökkt og byrgt fyrir glugga á meðan árásarmannsins var leitað, að sögn danska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×