Fótbolti

Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elías í leik með NAC Breda fyrr á tímabilinu.
Elías í leik með NAC Breda fyrr á tímabilinu. Marcel van Dorst / EYE4images/NurPhoto via Getty Images

Elías Már Ómarsson og félagar hans í NAC Breda unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Almere City í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Elías var á sínum stað í byrjunarliði NAC Breda og lék í fremstu víglínu. Það var hins vegar Leo Sauer sem kom heimamönnum yfir með fallegu marki á 21. mínútu.

Elías setti svo boltann í netið fyrir heimamenn stundarfjórðungi síðar og virtist þá vera að tvöfalda forystu NAC Breda. Eftir skoðun myndbandsdómara var markið hins vegar dæmt af þar sem boltinn hafði farið í hönd leikmanns í aðdraganda marksins.

Þrátt fyrir nokkra yfirburði heimamanna tókst þeim ekki að bæta öðru marki við og niðurstaðan varð 1-0 sigur NAC Breda. Sigurinn lyftir liðinu upp um fjögur sæti og Elías og félagar sitja nú í sjöunda sæti hollensku deildarinnar með 19 stig eftir 14 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×