Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Draga mun úr vindi í dag og verður breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu um hádegi.
Stöku él á vestanverðu landinu, en bjart að mestu austanlands og styttir upp sunnanlands þegar líður á daginn.
Hiti verður eitt til fimm stig, en allvíða næturfrost.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él, en léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti í kringum frostmark.
Á föstudag: Norðlæg átt 3-10 m/s og víða dálítil él, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.
Á laugardag: Hæg breytileg átt og yfirleitt bjart, en skýjað að mestu við norðurströndina. Herðir á frosti um kvöldið.
Á sunnudag: Suðvestan 8-15 og dálítil él á norðvestanverðu landinu, en annars hægari og bjart að mestu. Frost 0 til 8 stig yfir daginn, kaldast inn til landsins austantil.
Á mánudag: Vestanátt og skýjað með köflum, en bjart veður sunnan- og austantil. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Austurlandi.
Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega átt. Skýjað með köflum, en þurrt að mestu. Hiti um eða yfir frostmarki.