Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 16:22 Brynjar Níelsson er nú endanlega hættur í stjórnmálum. Hér er ein síðasta myndin sem náðist af honum í kosningaham en hann lét til sín taka í kosningabaráttunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem 3. maður á lista í Reykjavík suður. Hann lagði ýmislegt á sig, meðal annars skráði hann sig á Instagram. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður segist, í grátklökku kveðjubréfi, líklega vera að setja Íslandsmet í að hætta í pólitík en nú er komið að leiðarlokum hjá þessari Facebookstjörnu Sjálfstæðisflokksins. „Ég er farinn að venjast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okkur Soffíu í gamla daga. En nú er loksins komið að leiðarlokum hjá mér í stjórnmálum,“ segir Brynjar í kveðjupistli á Facebook sem birtist fyrir fáeinum mínútum. Hefði ekki getað verið á þingi án Pírata Brynjar var inni á tímabili í nótt en svo fór að lokum að hann náði ekki inn. Hann vitnar í konu sína sem segir honum að hann geti hvort sem er ekki verið á Alþingi án Pírata. Hann hefði bara reytt hár sitt og klórað til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þingmenn sem ætla að gera allt fyrir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni. „Ég er hvorki sár né svekktur enda vissi ég að brekkan var brött og löng. Ég vil þakka þeim sjálfstæðismönnum sem lögðu dag við nótt í kosningabaráttunni og sýndu ótrúlega eljusemi og baráttuvilja. Ég mun mest sakna þeirra,“ segir Brynjar á viðkvæmum nótum. Nú mun hann að sögn leita á önnur og ólík mið því andlegt og líkamlegt atgervi hans sé enn gott þótt margir gætu haldið annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í naflaskoðun Brynjar segist mjög sáttur við ár sín í stjórnmálum. Hann hafi verið hluti af meirihlutasamstarfi síðasta áratuginn sem náði góðum árangri og oftast við erfiðar aðstæður. Brynjar hvetur sína gömlu félaga til að fara nú í rækilega naflaskoðun. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eftir þessar kosningar. Dugir skammt í mínum huga að benda á marga nýja flokka hægri megin við miðjuna, sem eru ekki einu sinni til hægri þegar betur er að gáð. Ef flokkurinn ætlar að vera áfram leiðandi í íslenskri pólitík þarf hugrekki, tala skýrt fyrir stefnunni og lesa salinn. Þá er ég að tala um eigin sal en ekki sali annarra til að reyna að þóknast öllum.“ Brynjar kveður að endingu með spurningu sem blaðamaður Vísis hefur því miður ekkert svar við: „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Ég er farinn að venjast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okkur Soffíu í gamla daga. En nú er loksins komið að leiðarlokum hjá mér í stjórnmálum,“ segir Brynjar í kveðjupistli á Facebook sem birtist fyrir fáeinum mínútum. Hefði ekki getað verið á þingi án Pírata Brynjar var inni á tímabili í nótt en svo fór að lokum að hann náði ekki inn. Hann vitnar í konu sína sem segir honum að hann geti hvort sem er ekki verið á Alþingi án Pírata. Hann hefði bara reytt hár sitt og klórað til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þingmenn sem ætla að gera allt fyrir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni. „Ég er hvorki sár né svekktur enda vissi ég að brekkan var brött og löng. Ég vil þakka þeim sjálfstæðismönnum sem lögðu dag við nótt í kosningabaráttunni og sýndu ótrúlega eljusemi og baráttuvilja. Ég mun mest sakna þeirra,“ segir Brynjar á viðkvæmum nótum. Nú mun hann að sögn leita á önnur og ólík mið því andlegt og líkamlegt atgervi hans sé enn gott þótt margir gætu haldið annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í naflaskoðun Brynjar segist mjög sáttur við ár sín í stjórnmálum. Hann hafi verið hluti af meirihlutasamstarfi síðasta áratuginn sem náði góðum árangri og oftast við erfiðar aðstæður. Brynjar hvetur sína gömlu félaga til að fara nú í rækilega naflaskoðun. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eftir þessar kosningar. Dugir skammt í mínum huga að benda á marga nýja flokka hægri megin við miðjuna, sem eru ekki einu sinni til hægri þegar betur er að gáð. Ef flokkurinn ætlar að vera áfram leiðandi í íslenskri pólitík þarf hugrekki, tala skýrt fyrir stefnunni og lesa salinn. Þá er ég að tala um eigin sal en ekki sali annarra til að reyna að þóknast öllum.“ Brynjar kveður að endingu með spurningu sem blaðamaður Vísis hefur því miður ekkert svar við: „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira