Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2024 17:47 Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða allar hjá Heimi í spjalli í kvöld. Vísir/Vilhelm Formenn og leiðtogar flokka sem náðu inn á þing eða féllu af þingi í kosningunum í gær mæta í spjall hjá Heimi Má á Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Stjórnarflokkarnir þrír biðu afhroð í kosingunum en þrír stjórnarandstöðuflokkar með Samfylkinguna í broddi fylkingar unnu stóra sigra. Þetta eru verstu kosningaúrslit í sögu Sjálfstæðisflokksins sem aldrei áður hefur fengið fylgi undir tuttugu prósentum. Vinstri græn féllu af þingi eftir 25 ára veru þar og Píratar sömuleiðis eftir fimmtán ár á þingi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins gætu auðveldlega myndað ríkisstjórn með rúmum meirihluta á þingi ef aðeins er horft á fjölda þingmanna. Þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn eru það hins vegar málefnin og samningahæfileikar forystufólks sem ráða för. Viðreisn getur tekið þátt í myndun ríkisstjórna til bæði vinstri og hægri.Vísir/Vilhelm Það er líka sögulegt að flokkarnir sem unnu stærstu sigrana eru allir leiddir af konum. Þær Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins mæta fyrstar til Heimis Más. Þessir þrír flokkar hafa samanlagt 36 þingmenn og því rúman meirihluta á Alþingi. Í örðum hluta þáttarins mæta þeir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og halda spjallinu áfram með Þorgerði Katrínu. Þessir þrír flokkar gætu einnig myndað ríkisstjórn með 33 þingmönnum en lágmarks meirihluti á Alþingi eru 32 þingmenn. Flokkur fólksins vann góðan sigur og getur eins og Viðreisn ýmist myndað ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sem var með þeim síðustu til að detta inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar öll atkvæði höfðu verið talin mætir í þriðja og síðasta hluta formannaspjallsins. Með honum verða Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna sem féllu af þingi í kosningunum og Björn Leví Gunnarsson fráfarandi þingmaður Pírata sem einnig féllu af þingi. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur kallað formenn flokka sem náðu kjöri á sinn fund á morgun. Í framhaldi af þeim fundum mun forsetinn væntanlega veita einum formannanna umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Formannaspjallið í heild sinni: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Þetta eru verstu kosningaúrslit í sögu Sjálfstæðisflokksins sem aldrei áður hefur fengið fylgi undir tuttugu prósentum. Vinstri græn féllu af þingi eftir 25 ára veru þar og Píratar sömuleiðis eftir fimmtán ár á þingi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins gætu auðveldlega myndað ríkisstjórn með rúmum meirihluta á þingi ef aðeins er horft á fjölda þingmanna. Þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn eru það hins vegar málefnin og samningahæfileikar forystufólks sem ráða för. Viðreisn getur tekið þátt í myndun ríkisstjórna til bæði vinstri og hægri.Vísir/Vilhelm Það er líka sögulegt að flokkarnir sem unnu stærstu sigrana eru allir leiddir af konum. Þær Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins mæta fyrstar til Heimis Más. Þessir þrír flokkar hafa samanlagt 36 þingmenn og því rúman meirihluta á Alþingi. Í örðum hluta þáttarins mæta þeir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og halda spjallinu áfram með Þorgerði Katrínu. Þessir þrír flokkar gætu einnig myndað ríkisstjórn með 33 þingmönnum en lágmarks meirihluti á Alþingi eru 32 þingmenn. Flokkur fólksins vann góðan sigur og getur eins og Viðreisn ýmist myndað ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sem var með þeim síðustu til að detta inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar öll atkvæði höfðu verið talin mætir í þriðja og síðasta hluta formannaspjallsins. Með honum verða Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna sem féllu af þingi í kosningunum og Björn Leví Gunnarsson fráfarandi þingmaður Pírata sem einnig féllu af þingi. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur kallað formenn flokka sem náðu kjöri á sinn fund á morgun. Í framhaldi af þeim fundum mun forsetinn væntanlega veita einum formannanna umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Formannaspjallið í heild sinni:
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04