Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 18:50 Ekki eru allir sammála í Belgíu um gagnsemi löggjafarinnar. Vísir/Getty Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir. Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir.
Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira