Fótbolti

Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Edoardo Bove var fluttur á sjúkrahús.
Edoardo Bove var fluttur á sjúkrahús. Image Photo Agency/Getty Images

Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks.

Albert Guðmundsson var mættur aftir í leikmannahóp Fiorentina eftir um sex vikna löng meiðsli. Hann var á varamannabekk liðsins í leik dagsins.

Leikurinn var aðeins rúmlega 15 mínútna gamall þegar gera þurfti hlé á honum. Edoardo Bove, 22 ára gamall leikmaður Fiorentina, hafði þá hnigið til jarðar.

Strax var ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða. Leikmenn beggja liða hópuðust í kringum Bove og kölluðu á sjúkrateymi liðanna. Bove var að lokum borinn af velli og fluttur með sjúkrabíl á næsta sjúkrahús. Eðli málsins samkvæmt var ákveðið að fresta leik Fiorentina og Inter um óákveðinn tíma.

Samkvæmt heimildum Sky Sports á Ítalíu er Bove þó kominn aftur til meðvitundar og farinn að stýra öndun sinni sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×