Viðskipti innlent

Fjárfestingararmur Sam­herja bætir við sig í Högum

Árni Sæberg skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og eigandi fjórðungs í Kaldbaki.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og eigandi fjórðungs í Kaldbaki. Vísir/Vilhelm

Kaldbakur ehf., tiltölulega nýstofnað félag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja hf., hefur keypt fjórar milljónir hluta í Högum hf., sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, fyrir 400 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallar. Viðskiptin eru tilkynningarskyld vegna þess að stjórnarformaður Haga, Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son, er líka forstjóri Kaldbaks.

Kaldbakur er stærsti hluthafi Haga fyrir utan lífeyrissjóði og fer nú með níutíu milljónir hluta í félaginu. Það gerir 8,13 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×