Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 14:13 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna líkamsárásar gegn eiginkonu sinni. Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira