Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 16:58 Málið var höfðað af Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira