Skúrir eða él á víð og dreif Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2024 07:13 Hiti verður víða í kringum frostmark í dag. Vísir/Vilhelm Nú í morgunsárið eru þrjár mis aðgangsharðar lægðir fyrir vestan land. Sú sem er skammt suðvestur af landinu mun sigla yfir landið í dag á meðan hinar halda sig nálægt Grænlandi og hafa takmörkuð áhrif á landsmenn. Á vef Veðurstofunnar segir að það verði suðaustan tíu til fimmtán metrar á sekúndu og rigning eða slydda austantil fram eftir degi, en snjókoma til fjalla. Hægir nokkuð á vindi þegar líður á daginn og léttir til fyrir austan, en hægari suðlæg átt í nótt. Hægari suðlæg átt fyrir vestan, skúrir eða él á víð og dreif og hiti kringum frostmark. Suðvestantil er flughálka er í sunnanverðum Hvalfirði. Hálka og hálkublettir eru á flestum leiðum en eitthvað er um snjóþekju eða krapa. Hálkublettir eru á flestum stofnvegum í höfuðborginni en eitthvað um hálku. Nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. „Á morgun en svo von á nýrri lægð sem kemur allhratt langt sunnan úr hafi. Það mun hlýna á austurhelmningi landsins og þegar skil hennar koma inná land mun líklega úrkoman byrja sem slydda eða snjókoma en fara svo yfir í ringingu. Þó munu áhrif hennar ekki verða svo mikil á morgun, en á fimmtudag eitthvað meiri. Fyrir norðan á fimmtudg verður snjókoma á Vestfjörðum og austur með Norðurlandi en færist síðan smám saman yfir í slyddu eða jafnvel rigningu, allavega á láglendi. Svona veður getur valdið staðbundinni ófærð, einkum fyrir norðan og austan svo fólk er hvatt að fylgjast náið með fréttum af færð og kynna sér veðurspá áður ef farið í lengri ferðir. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él, en bjart með köflum norðaustantil. Frost víða 0 til 7 stig, kaldast fyrir austan. Gengur í norðan 10-15 með slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu um kvöldið og hlýnar heldur, en snjókomu fyrir norðan. Á fimmtudag: Norðan og norðvestan 10-18 m/s og slydda eða rigning, en snjókoma norðvestantil. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Stíf norðvestanátt með snjókomu eða éljagangi, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Kólnandi veður. Á laugardag: Minnkandi norðvestan hríðarveður á norðaustanverðu landinu, en annars víða bjart og kalt í veðri. Á sunnudag: Hægur vindur, bjart veður og talsvert frost um land allt. Vaxandi sunnanátt með hlýnandi veðri seinnipartinn, fyrst suðvestantil. Veður Færð á vegum Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að það verði suðaustan tíu til fimmtán metrar á sekúndu og rigning eða slydda austantil fram eftir degi, en snjókoma til fjalla. Hægir nokkuð á vindi þegar líður á daginn og léttir til fyrir austan, en hægari suðlæg átt í nótt. Hægari suðlæg átt fyrir vestan, skúrir eða él á víð og dreif og hiti kringum frostmark. Suðvestantil er flughálka er í sunnanverðum Hvalfirði. Hálka og hálkublettir eru á flestum leiðum en eitthvað er um snjóþekju eða krapa. Hálkublettir eru á flestum stofnvegum í höfuðborginni en eitthvað um hálku. Nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. „Á morgun en svo von á nýrri lægð sem kemur allhratt langt sunnan úr hafi. Það mun hlýna á austurhelmningi landsins og þegar skil hennar koma inná land mun líklega úrkoman byrja sem slydda eða snjókoma en fara svo yfir í ringingu. Þó munu áhrif hennar ekki verða svo mikil á morgun, en á fimmtudag eitthvað meiri. Fyrir norðan á fimmtudg verður snjókoma á Vestfjörðum og austur með Norðurlandi en færist síðan smám saman yfir í slyddu eða jafnvel rigningu, allavega á láglendi. Svona veður getur valdið staðbundinni ófærð, einkum fyrir norðan og austan svo fólk er hvatt að fylgjast náið með fréttum af færð og kynna sér veðurspá áður ef farið í lengri ferðir. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él, en bjart með köflum norðaustantil. Frost víða 0 til 7 stig, kaldast fyrir austan. Gengur í norðan 10-15 með slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu um kvöldið og hlýnar heldur, en snjókomu fyrir norðan. Á fimmtudag: Norðan og norðvestan 10-18 m/s og slydda eða rigning, en snjókoma norðvestantil. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Stíf norðvestanátt með snjókomu eða éljagangi, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Kólnandi veður. Á laugardag: Minnkandi norðvestan hríðarveður á norðaustanverðu landinu, en annars víða bjart og kalt í veðri. Á sunnudag: Hægur vindur, bjart veður og talsvert frost um land allt. Vaxandi sunnanátt með hlýnandi veðri seinnipartinn, fyrst suðvestantil.
Veður Færð á vegum Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Sjá meira