Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Lovísa Arnardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 3. desember 2024 08:08 Kristrún ræðir við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Forseti átti fundi með formönnum þeirra sex flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu að loknum sínum fundum með forseta að eðlilegast væri að Kristrún fengi umboðið fyrst. Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir funduðu og ræddu svo við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagðist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var sama sinnis og Bjarni og Þorgerður. Halla ræðir við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk síðastur af fundi með forseta og sagði að honum loknum ákallið skýrt frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í tilkynningu frá forseta í morgun kom fram að Kristrún kæmi til fundar klukkan tíu. Að honum loknum lýsti Halla því yfir að Kristrúnu hefði verið veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún vonaðist til að viðræðurnar yrðu unnar hratt og vel. Kristrún sagði eftir fundinn að hún ætlaði að hafa samband við Þorgerði Katrínu og Ingu og hefja viðræður. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á þingi eftir að hann tryggði sér fimmtán þingmenn. Sjálfstæðismenn náðu fjórtán mönnum inn á þing, Viðreisn ellefu, Flokkur fólksins tíu, Miðflokkur átta og Framsókn fimm.
Forseti átti fundi með formönnum þeirra sex flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu að loknum sínum fundum með forseta að eðlilegast væri að Kristrún fengi umboðið fyrst. Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir funduðu og ræddu svo við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagðist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var sama sinnis og Bjarni og Þorgerður. Halla ræðir við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk síðastur af fundi með forseta og sagði að honum loknum ákallið skýrt frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í tilkynningu frá forseta í morgun kom fram að Kristrún kæmi til fundar klukkan tíu. Að honum loknum lýsti Halla því yfir að Kristrúnu hefði verið veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún vonaðist til að viðræðurnar yrðu unnar hratt og vel. Kristrún sagði eftir fundinn að hún ætlaði að hafa samband við Þorgerði Katrínu og Ingu og hefja viðræður. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á þingi eftir að hann tryggði sér fimmtán þingmenn. Sjálfstæðismenn náðu fjórtán mönnum inn á þing, Viðreisn ellefu, Flokkur fólksins tíu, Miðflokkur átta og Framsókn fimm.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2024 07:04 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2024 07:04
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28