Kristrún greindi síðan strax frá því að hún hafi boðað þær Ingu Sæland, Flokki fólksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Viðreisn á sinn fund síðar í dag til þess að kanna grundvöll fyrir þriggja flokka stjórn þeirra.
Við heyrum í öðrum flokksmönnum með þessar vendingar einnig í tímanum.
Að auki fjöllum við um mögulega endurtalningu í Suðvesturkjördæmi en þar virðast öll kurl ekki enn vera komin til grafar.
Listamannalaun hafa nú verið ákveðin og eins og venjulega sýnist sitt hverjum, við heyrum í formanni Rithöfundasambands Íslands.
Og í íþróttapakkanum er það hreini úrslitaleikurinn gegn Þjóðverjum sem kvennalandsliðið í handbolta háir í Austurríki í kvöld sem verður aðal viðfangsefnið.