Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 14:55 Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos. Aðsend Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos á Íslandi staðfestir í samtali við Vísi að verðið hafi verið hækkað í dag. Það var fyrst hækkað í október árið 2021 eftir að hafa verið sléttar eitt þúsund krónur í rúman áratug. Þá var það hækkað um hundrað krónur, svo um aðrar hundrað krónur í janúar í fyrra og upp í 1.300 krónur í desember sama ár. Nú er stökkið 200 krónur upp í 1.500 krónur, sem gerir hækkunina á þremur árum fimmtíu prósent. Ætti í raun að vera talsvert dýrara Magnús segir að ástæðan fyrir verðhækkuninni nú sé uppsöfnuð staða. Þriðjudagstilboðið hafi í gegnum árin ekki fylgt verðlagi en undanfarið hafi hallað mjög á kostnaðarhliðina. Tilboðið ætti að standa í 1.800 krónum í dag miðað við verðlagsþróun. „Þannig að það hefur í raun og veru aldrei verið ódýrara. En það er eðlilegt að fólk horfi í fasta krónutölu, við erum vön því að fá viðbrögð og það er eðlilegt. Þrátt fyrir að fólk skynji að verðbólgan hafi eitthvað hjaðnað milli ára núna, þá höfum við fengið á síðustu tólf mánuðum, og vitum að fram undan eru, talsverðar hækkanir á kostnaði. Bæði í launamálum tengt kjarasamningum en ekki síður frá okkar birgjum, sem dæmi hækkaði ostur núna frá MS 1. desember, sem vegur þungt í okkar rekstri.“ Fleira hækkar í verði Þá segir Magnús að fleira á verðskrá Dominos hafi verið hækkað í dag. Hækkanir birtist helst í allra ódýrustu tilboðunum, þriðjudagstilboði og pitsu með tveimur áleggstegundum til að mynda. Pitsur á matseðli og gosdrykkir standi í stað. Vegin meðaltalshækkun sé rétt um þrjú prósent. Engin ákvörðun hafi verið tekin um verð í svokallaðri megaviku, vinsælustu tilboðsviku Dominos. Í megaviku kostar stór pitsa á matseðli 1.890 krónur en kostaði lengi vel 1.590 krónur. Hækkun á verðinu í megaviku hefur hingað til fylgt hækkun þriðjudagstilboðs ágætlega. Hvetur fólk til þess að gera verðsamanburð Magnús segir að lokum að þriðjudagstilboð sé eftir sem áður einhver besti díllinn í bænum. „Ef fólk er að hugsa um peninginn þá er margt vitlausara en að fá sé pitsu á góðu verði í kvöldmatinn. Við hvetjum fólk til að gera verðsamanburð. Því miður þá er þetta umhverfið sem við búum við, það hefur allt hækkað, matvaran hefur hækkað og það finna þetta allir. Við reynum eftir fremsta megni að halda verði niðri en það kemur að þeim tímapunkti að við verðum að hreyfa okkur.“ Verðlag Veitingastaðir Matur Neytendur Tengdar fréttir Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Íslendingar elska fátt meira en góðan skyndibita. En skyndibiti getur verið ansi dýr hér á klakanum. 15. september 2024 15:01 Verðhækkanir hjá Domino's Verðhækkanir tóku gildi hjá flatbökurisanum Domino‘s um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir að um sé að ræða viðbrögð við ýmsum hækkunum á hráefnisverði og mikið hafi verið lagt upp úr því að halda verðbreytingum í hófi. 3. desember 2021 16:15 Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. 3. janúar 2023 14:56 Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. 5. desember 2023 11:18 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos á Íslandi staðfestir í samtali við Vísi að verðið hafi verið hækkað í dag. Það var fyrst hækkað í október árið 2021 eftir að hafa verið sléttar eitt þúsund krónur í rúman áratug. Þá var það hækkað um hundrað krónur, svo um aðrar hundrað krónur í janúar í fyrra og upp í 1.300 krónur í desember sama ár. Nú er stökkið 200 krónur upp í 1.500 krónur, sem gerir hækkunina á þremur árum fimmtíu prósent. Ætti í raun að vera talsvert dýrara Magnús segir að ástæðan fyrir verðhækkuninni nú sé uppsöfnuð staða. Þriðjudagstilboðið hafi í gegnum árin ekki fylgt verðlagi en undanfarið hafi hallað mjög á kostnaðarhliðina. Tilboðið ætti að standa í 1.800 krónum í dag miðað við verðlagsþróun. „Þannig að það hefur í raun og veru aldrei verið ódýrara. En það er eðlilegt að fólk horfi í fasta krónutölu, við erum vön því að fá viðbrögð og það er eðlilegt. Þrátt fyrir að fólk skynji að verðbólgan hafi eitthvað hjaðnað milli ára núna, þá höfum við fengið á síðustu tólf mánuðum, og vitum að fram undan eru, talsverðar hækkanir á kostnaði. Bæði í launamálum tengt kjarasamningum en ekki síður frá okkar birgjum, sem dæmi hækkaði ostur núna frá MS 1. desember, sem vegur þungt í okkar rekstri.“ Fleira hækkar í verði Þá segir Magnús að fleira á verðskrá Dominos hafi verið hækkað í dag. Hækkanir birtist helst í allra ódýrustu tilboðunum, þriðjudagstilboði og pitsu með tveimur áleggstegundum til að mynda. Pitsur á matseðli og gosdrykkir standi í stað. Vegin meðaltalshækkun sé rétt um þrjú prósent. Engin ákvörðun hafi verið tekin um verð í svokallaðri megaviku, vinsælustu tilboðsviku Dominos. Í megaviku kostar stór pitsa á matseðli 1.890 krónur en kostaði lengi vel 1.590 krónur. Hækkun á verðinu í megaviku hefur hingað til fylgt hækkun þriðjudagstilboðs ágætlega. Hvetur fólk til þess að gera verðsamanburð Magnús segir að lokum að þriðjudagstilboð sé eftir sem áður einhver besti díllinn í bænum. „Ef fólk er að hugsa um peninginn þá er margt vitlausara en að fá sé pitsu á góðu verði í kvöldmatinn. Við hvetjum fólk til að gera verðsamanburð. Því miður þá er þetta umhverfið sem við búum við, það hefur allt hækkað, matvaran hefur hækkað og það finna þetta allir. Við reynum eftir fremsta megni að halda verði niðri en það kemur að þeim tímapunkti að við verðum að hreyfa okkur.“
Verðlag Veitingastaðir Matur Neytendur Tengdar fréttir Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Íslendingar elska fátt meira en góðan skyndibita. En skyndibiti getur verið ansi dýr hér á klakanum. 15. september 2024 15:01 Verðhækkanir hjá Domino's Verðhækkanir tóku gildi hjá flatbökurisanum Domino‘s um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir að um sé að ræða viðbrögð við ýmsum hækkunum á hráefnisverði og mikið hafi verið lagt upp úr því að halda verðbreytingum í hófi. 3. desember 2021 16:15 Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. 3. janúar 2023 14:56 Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. 5. desember 2023 11:18 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Íslendingar elska fátt meira en góðan skyndibita. En skyndibiti getur verið ansi dýr hér á klakanum. 15. september 2024 15:01
Verðhækkanir hjá Domino's Verðhækkanir tóku gildi hjá flatbökurisanum Domino‘s um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir að um sé að ræða viðbrögð við ýmsum hækkunum á hráefnisverði og mikið hafi verið lagt upp úr því að halda verðbreytingum í hófi. 3. desember 2021 16:15
Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. 3. janúar 2023 14:56
Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. 5. desember 2023 11:18