Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 18:31 Uppreisnarmenn upp á yfirgefnum skriðdreka nærri Hama. AP/Ghaith Alsayed Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag. Þá hafa fregnir borist af straumi uppreisnarmanna til Hama en Assad-liðar flúðu margir þangað þegar Aleppo féll óvænt í hendur uppreisnarmanna um helgina, eftir einungis nokkurra daga átök. Undanfarin ár hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni HTS að þegar Hama falli, sé Homs næst. Það er önnur borg sem liggur á milli Hama og Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Talsmaðurinn sagði höfuðborgina eiga að falla á eftir Homs. Sjá má grófa mynd af stöðunni í Sýrlandi á korti Liveuamap. Margir skrið- og bryndrekar voru yfirgefnir á veginum milli Aleppo og Hama.AP/Ghaith Alsayed Eftir að Assad-liðar hörfuðu frá Aleppo fóru margir þeirra til Hama, þar sem ný víglína var mynduð og varnir tryggðar á meðan uppreisnarmennirnir kláruðu að tryggja nýtt yfirráðasvæði þeirra og undirbjuggu áframhaldandi sóknaraðgerðir. Nú eru uppreisnarmenn sagðir sækja að borginni úr tveimur áttum. #Syria: rebel forces are now inside the village of Maar Shohur after capturing it from the regime.This means they are advancing on the city of #Hama from the north and the east. pic.twitter.com/gpt1OGASQT— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) December 3, 2024 Heimildarmaður Reuters segir sveitir frá Írak, sem studdar eru af klerkastjórninni í Íran, taka þátt í vörnum Hama. Undanfarin fjórtán ár hafa átök milli stjórnarhers Assads, studdur hefur verið af Rússum, Írönum og Hezbollah, við aragrúa uppreisnarhópa og vígahópa kostað allt að hálfa milljón manna lífið og valdið gífurlegum skemmdum í Sýrlandi. Blaðamenn AP hafa eftir forsvarsmönnum hjálparsamtaka sem starfa á svæðinu að óbreyttir borgara hafi fallið í loftárásum og stórskotaliðsárásum undanfarinna daga. Þá hafi þúsundir fjölskylda þurft að flýja heimili sín. Einnig eru fregnir að berast af matarskorti af svæðinu. Aðrir hafa einnig sótt fram Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, segjast hafa tekið yfir stjórn nokkur þorpa og bæja sem áður voru undir stjórn Assad-liða í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir í austurhluta Sýrlands og eru þær árásir sagðar beinast af sveitum tengdum Íran og vígamönnum Íslamska ríkisins. Þær árásir eru þó ekki sagðar tengjast átökunum í vesturhluta landsins. Aðrir hópar uppreisnar og vígamanna sem njóta stuðningi frá Tyrklandi hafa einnig sótt fram í norðanverðu landinu. Sýrland Íran Írak Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44 Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Þá hafa fregnir borist af straumi uppreisnarmanna til Hama en Assad-liðar flúðu margir þangað þegar Aleppo féll óvænt í hendur uppreisnarmanna um helgina, eftir einungis nokkurra daga átök. Undanfarin ár hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni HTS að þegar Hama falli, sé Homs næst. Það er önnur borg sem liggur á milli Hama og Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Talsmaðurinn sagði höfuðborgina eiga að falla á eftir Homs. Sjá má grófa mynd af stöðunni í Sýrlandi á korti Liveuamap. Margir skrið- og bryndrekar voru yfirgefnir á veginum milli Aleppo og Hama.AP/Ghaith Alsayed Eftir að Assad-liðar hörfuðu frá Aleppo fóru margir þeirra til Hama, þar sem ný víglína var mynduð og varnir tryggðar á meðan uppreisnarmennirnir kláruðu að tryggja nýtt yfirráðasvæði þeirra og undirbjuggu áframhaldandi sóknaraðgerðir. Nú eru uppreisnarmenn sagðir sækja að borginni úr tveimur áttum. #Syria: rebel forces are now inside the village of Maar Shohur after capturing it from the regime.This means they are advancing on the city of #Hama from the north and the east. pic.twitter.com/gpt1OGASQT— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) December 3, 2024 Heimildarmaður Reuters segir sveitir frá Írak, sem studdar eru af klerkastjórninni í Íran, taka þátt í vörnum Hama. Undanfarin fjórtán ár hafa átök milli stjórnarhers Assads, studdur hefur verið af Rússum, Írönum og Hezbollah, við aragrúa uppreisnarhópa og vígahópa kostað allt að hálfa milljón manna lífið og valdið gífurlegum skemmdum í Sýrlandi. Blaðamenn AP hafa eftir forsvarsmönnum hjálparsamtaka sem starfa á svæðinu að óbreyttir borgara hafi fallið í loftárásum og stórskotaliðsárásum undanfarinna daga. Þá hafi þúsundir fjölskylda þurft að flýja heimili sín. Einnig eru fregnir að berast af matarskorti af svæðinu. Aðrir hafa einnig sótt fram Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, segjast hafa tekið yfir stjórn nokkur þorpa og bæja sem áður voru undir stjórn Assad-liða í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir í austurhluta Sýrlands og eru þær árásir sagðar beinast af sveitum tengdum Íran og vígamönnum Íslamska ríkisins. Þær árásir eru þó ekki sagðar tengjast átökunum í vesturhluta landsins. Aðrir hópar uppreisnar og vígamanna sem njóta stuðningi frá Tyrklandi hafa einnig sótt fram í norðanverðu landinu.
Sýrland Íran Írak Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44 Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44
Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14
Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00