Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolti og bestu lið Skot­lands

Sindri Sverrisson skrifar
Grindavík tekst á við Stjörnuna í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.
Grindavík tekst á við Stjörnuna í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. vísir/Jón Gautur

Það verður eflaust nóg um að ræða í Bónus Körfuboltakvöldi í kvöld eftir að níundu umferð Bónus-deildar kvenna lýkur með tveimur leikjum.

Bónus-deild kvenna á sviðið á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld en þar má einnig finna leik í NHL-deildinni í íshokkí og í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta, þar sem Aberdeen og Celtic mætast í toppslag. Celtic er fyrir leikinn með fjögurra stiga forskot á Aberdeen á toppnum.

Í Bónus-deild kvenna freista Valskonur þess að komast af botni deildarinnar með sigri gegn Hamri/Þór, og búast má einnig við hörkuleik á milli Grindavíkur og Stjörnunnar sem eru jöfn að stigum.

Stöð 2 Sport

20.05 Grindavík - Stjarnan (Bónus-deild kvenna)

22.00 Bónus Körfubotlakvöld (Bónus-deild kvenna)

Stöð 2 BD

19.10 Valur - Hamar/Þór (Bónus-deild kvenna)

Vodafone Sport

19.50 Aberdeen - Celtic (Skoska úrvalsdeildin)

00.35 Maple Leafs - Predators (NHL)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×