Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2024 12:08 Aðalgeir Ástvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa deilt um nokkurt skeið. Samtökin hafa reynt að gera sjálfstæðan samning við Eflingu þar sem laun og kjör eru með öðrum hætti en í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ekki viljað skrifa undir þann samning þar sem stéttarfélagið telur kjör ófaglærðs fólks í veitingabransanum töluvert verri hjá SVEIT. Málið fór alla leið til félagsdóms þar sem öllum kröfum SVEIT var hafnað eða vísað frá. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið svo hafa fengið ábendingu frá ungum manni. Sá var að hefja störf á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu og taldi að verið væri að brjóta á réttindum hans í kjarasamningi. „Við fyrstu sýn sáum við að þarna voru einfaldlega atvinnurekendur í veitingageiranum, fólk sem er inni í SVEIT og tengist SVEIT, að stofna sitt eigið gervistéttarfélag til þess að geta gert þennan draumasamning SVEIT við vinnandi fólk,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum.Vísir/Arnar Stéttarfélagið heitir Virðing og meðal stjórnarmanna þar eru átján ára dóttir stjórnarmanns í SVEIT og fleiri innan úr veitingageiranum. Sólveig segir alvarlegt ef samtök fyrirtækja stofna eigið stéttarfélag. „Þegar þú ferð að skoða launatöflurnar og önnur atriði í kjarasamningi er strax ljóst að ekki er bara verið að rýra kjör verulega. Manneskja sem fer að vinna eftir samningi SVEIT og Virðingar er að fara að fá laun sem eru 52 þúsund krónum lægri á mánuði. Til viðbótar á það er ráðist að eiginlega öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði,“ segir Sólveig og nefnir sjúkrasjóð, veikindarétt, rétt barnshafandi kvenna og fleira. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af fulltrúum Virðingar í dag án árangurs. Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði því á bug í stuttu spjalli að samtökin tengdust stéttarfélaginu með nokkrum hætti. Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa deilt um nokkurt skeið. Samtökin hafa reynt að gera sjálfstæðan samning við Eflingu þar sem laun og kjör eru með öðrum hætti en í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ekki viljað skrifa undir þann samning þar sem stéttarfélagið telur kjör ófaglærðs fólks í veitingabransanum töluvert verri hjá SVEIT. Málið fór alla leið til félagsdóms þar sem öllum kröfum SVEIT var hafnað eða vísað frá. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið svo hafa fengið ábendingu frá ungum manni. Sá var að hefja störf á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu og taldi að verið væri að brjóta á réttindum hans í kjarasamningi. „Við fyrstu sýn sáum við að þarna voru einfaldlega atvinnurekendur í veitingageiranum, fólk sem er inni í SVEIT og tengist SVEIT, að stofna sitt eigið gervistéttarfélag til þess að geta gert þennan draumasamning SVEIT við vinnandi fólk,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum.Vísir/Arnar Stéttarfélagið heitir Virðing og meðal stjórnarmanna þar eru átján ára dóttir stjórnarmanns í SVEIT og fleiri innan úr veitingageiranum. Sólveig segir alvarlegt ef samtök fyrirtækja stofna eigið stéttarfélag. „Þegar þú ferð að skoða launatöflurnar og önnur atriði í kjarasamningi er strax ljóst að ekki er bara verið að rýra kjör verulega. Manneskja sem fer að vinna eftir samningi SVEIT og Virðingar er að fara að fá laun sem eru 52 þúsund krónum lægri á mánuði. Til viðbótar á það er ráðist að eiginlega öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði,“ segir Sólveig og nefnir sjúkrasjóð, veikindarétt, rétt barnshafandi kvenna og fleira. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af fulltrúum Virðingar í dag án árangurs. Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði því á bug í stuttu spjalli að samtökin tengdust stéttarfélaginu með nokkrum hætti.
Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira