Fótbolti

Að­eins 1899 ein­tök í boði af nýja afmælisbúningi AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
AC Milan goðsögnin Franco Baresi var meðal þeirra sem klæddust búningnum á kynningunni.
AC Milan goðsögnin Franco Baresi var meðal þeirra sem klæddust búningnum á kynningunni. @pumafootball

AC Milan heldur upp á 125 ára afmælið sitt í ár og af því tilefni mun liðið spila einn leik í sérstökum afmælisbúningi.

Búningurinn er mjög gamaldags en á honum er engin auglýsing og gamla merki félagsins.

Í tilefni þess að félagið var stofnað árið 1899 þá verða aðeins framleidd 1899 eintök af þessum búningi.

Hver búningur verður númeraður og seldur í sérstökum pakka.

Miðað við hvað búningurinn er vel heppnaður má búast við því að margir vilji eignast hann auk þess að þetta er sannkallaður safngripur.

Leikmenn AC Milan klæðast síðan búningum í leik á móti Genoa 15. desember næstkomandi.

AC Milan hefur orðið ítalskur meistari nítján sinnum, fyrst árið 1901 og síðast árið 2022.

Aðeins einn Íslendingur hefur spilað fyrir AC Milan á þessum 125 árum en það er Albert Guðmundsson sem skoraði tvö mörk í fjórtán leikjum með liðinu tímabilið 1948 til 1949.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×