Innlent

Grunaðir um vopnað rán í í­búð í Breið­holti

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið varðar atvik sem áttu sér stað í íbúð í Breiðholti.
Málið varðar atvik sem áttu sér stað í íbúð í Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Tveir menn er grunaðir um að fremja rán í íbúð í Breiðholti á miðvikudag. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa, en ekki verður gerð krafa um gæsluvarðhald á hendur þeim.

Greint var frá því síðdegis á miðvikudag að lögreglunni hefði borist tilkynning um rán og og frelsissviptingu í Breiðholti.

Guðmundur Kári Sævarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eins og málið blasi við lögreglu núna sé grunur um rán, en ekki frelsissviptingu.

Grunur er um að mennirnir tveir hafi beitt eggvopni í ráninu. Þeir hafi verið að reyna að ná pening af öðrum einstkalingi. Þeir grunuðu og sá sem lenti í meintu ráni tengjast með einhverjum hætti.

Lögreglan er búin að taka skýrslur af þeim sem eiga þátt í málinu. Málið telst að mestu upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×