Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 20:49 Henry Alexander Henrysson heimspekingur. vísir/vilhelm „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem situr í Fagráði um velferð dýra, í samtali við fréttastofu um nýtt hvalveiðileyfi. Með uppljóstrun á Henry við hlerunarmálið á Edition-hóteli þar sem sonur Jóns Gunnarssonar var hleraður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, ákvað í gær að gefa út leyfi til tveggja sjávarútvegsfyrirtækja af þeim fjórum sem sóttu um að veiða langreyði og hrefnu til fimm ára. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Minnir á myndskeið sem grættu þingmenn Starfshópurinn sem Henry vísar til var myndaður í febrúar. Hann rýnir til að mynda í lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Hann var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna, gaf upprunalega ekki leyfi til hvalveiða á síðasta ári þegar hún var í ráðuneytinu og tók þá ákvörðun á grundvelli sjónarmiða um dýravelferð. Henry segir það brýnt að svo stöddu að horfa til baka og rifja upp eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem hafi sett umrætt mál af stað á sínum tíma. „Skýrslan kom svolítið seint fram vissulega. Þar kom ýmislegt fram og ég minni á það að það var verið sýna myndbönd frá þessari eftirlitsskýrslu sem voru teknar við veiðarnar 2022. Ég meina þingmenn gengu grátandi út úr herberginu sem fengu að sjá þetta.“ Ömöguleg í nútíma samfélagi Henry segir því mikilvægt að hefja umræðu um velferðarsjónarmið í kringum hvalveiðarnar. Hann segir það hafa farið forgörðum í umræðu um formsatriði undanfarið. Stangast lög um hvalveiðar við lög um dýravelferð? „Já að mínum dómi gera þau það. Lögin eru eldgömul, það kemur alltaf berlega í ljós alveg reglulega. Álit Umboðsmanns Alþingis sem kom út hérna á sínum tíma lýsti því hvernig ráðherra á bágt með að stjórna veiðunum með reglugerðum vegna þess að nútímaleg sjónarmið geta ekki verið höfð til hliðsjónar við útgáfu þessarar reglugerðar. Ég held að það hljóti að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og þingsins að fella þessi lög úr gildi því það er ómögulegt að hafa þau í gildi í nútíma samfélagi.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem situr í Fagráði um velferð dýra, í samtali við fréttastofu um nýtt hvalveiðileyfi. Með uppljóstrun á Henry við hlerunarmálið á Edition-hóteli þar sem sonur Jóns Gunnarssonar var hleraður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, ákvað í gær að gefa út leyfi til tveggja sjávarútvegsfyrirtækja af þeim fjórum sem sóttu um að veiða langreyði og hrefnu til fimm ára. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Minnir á myndskeið sem grættu þingmenn Starfshópurinn sem Henry vísar til var myndaður í febrúar. Hann rýnir til að mynda í lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Hann var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna, gaf upprunalega ekki leyfi til hvalveiða á síðasta ári þegar hún var í ráðuneytinu og tók þá ákvörðun á grundvelli sjónarmiða um dýravelferð. Henry segir það brýnt að svo stöddu að horfa til baka og rifja upp eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem hafi sett umrætt mál af stað á sínum tíma. „Skýrslan kom svolítið seint fram vissulega. Þar kom ýmislegt fram og ég minni á það að það var verið sýna myndbönd frá þessari eftirlitsskýrslu sem voru teknar við veiðarnar 2022. Ég meina þingmenn gengu grátandi út úr herberginu sem fengu að sjá þetta.“ Ömöguleg í nútíma samfélagi Henry segir því mikilvægt að hefja umræðu um velferðarsjónarmið í kringum hvalveiðarnar. Hann segir það hafa farið forgörðum í umræðu um formsatriði undanfarið. Stangast lög um hvalveiðar við lög um dýravelferð? „Já að mínum dómi gera þau það. Lögin eru eldgömul, það kemur alltaf berlega í ljós alveg reglulega. Álit Umboðsmanns Alþingis sem kom út hérna á sínum tíma lýsti því hvernig ráðherra á bágt með að stjórna veiðunum með reglugerðum vegna þess að nútímaleg sjónarmið geta ekki verið höfð til hliðsjónar við útgáfu þessarar reglugerðar. Ég held að það hljóti að vera fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og þingsins að fella þessi lög úr gildi því það er ómögulegt að hafa þau í gildi í nútíma samfélagi.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira