Fótbolti

Karó­lína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Bayer Leverkusen gegn Wolfsburg.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Bayer Leverkusen gegn Wolfsburg. getty/Inaki Esnaola

Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir betur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Með sigrinum komst Leverkusen á topp deildarinnar. Liðið er með 26 stig, einu stigi á undan Wolfsburg. Frankfurt og meistarar Bayern München eru svo með 23 stig í 3. og 4. sætinu.

Staðan í hálfleik var markalaus en hin danska Cornelia Kramer skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks.

Karólína kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen þegar átján mínútur voru eftir. Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg en var tekin af velli á 81. mínútu.

Leverkusen hefur leikið vel á tímabilinu og tekið framförum frá því í fyrra þegar liðið endaði í 6. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×