„Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 13:08 Á myndinni má sjá einn uppreisnarmannanna láta fara vel um sig á skrifstofu í forsetahöllinni eftir að sýrlenska stjórnin féll. AP Photo/Omar Sanadiki Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. „Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir. Sýrland Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
„Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir.
Sýrland Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira