Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 15:25 Ólafur Margeirsson hagfræðingur segir dæmi um lánakvóta í mörgum öðrum löndum. Vísir Hagfræðingur leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Mikilvægt sé að bankinn geti náð markmiðum sínum með öðrum hætti en tíðum og miklum stýrivaxtabreytingum. Þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri. „Ef Seðlabankinn notar lánakvóta til þess ná verðbólgumarkmiði sínu má gera ráð fyrir að minni þörf yrði á stýrivaxtabreytingum. Auðvelt er raunar að sjá fyrir sér að lækka mætti stýrivexti hraðar en ella því lánakvótar sæju til þess að takmarka magn fjármagns sem kæmi frá bankastofnunum sem og að beina því í farvegi sem hjálpaði Seðlabankanum við að ná verðbólgumarkmiði sínu,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur í aðsendri grein á Vísi. Lánakvótar eru kvótar eða skilyrði á lán sem bankastofnanir veita. Ólafur segir þá ekki ósvipaða fiskveiðikvótanum sem notaður er til þess að ákveða hámark afla hvers árs með það að markmiði að viðhalda sjálfbærri nýtingu á auðlindum sjávar. Vextir á húsnæðislánum hækkuðu mikið í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabankans.vísir/vilhelm Gætu hvatt bankastofnanir til að lána meira til byggingaraðila Ólafur segir að lánakvótarnir ættu í fyrsta lagi að beinast að því að minnka framboðsskort á vörum og þjónustu til að draga úr verðbólguþrýstingi á viðkomandi markaði og þar með í hagkerfinu öllu. „Í samhengi húsnæðismarkaðsins myndu lánakvótar hvetja bankastofnanir til þess að lána meira til byggingaraðila og annarra sem væru að byggja íbúðir til þess auka nýbyggingarmagn og draga úr leiguverðs- og verðbólguþrýstingi. „Í öðru lagi myndu lánakvótarnir beinast að því að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu, líkt og stýrivaxtahækkanir gera, aftur með það að markmiði að draga úr verðbólgu,“ segir Ólafur í grein sinni. Lánakvótar verið notaðir í fjölda landa „Lánakvótar geta tekið ýmsum breytingum og verða að gera það – líkt og kvótar í sjávarútvegi gera – eftir því hvernig viðrar í hagkerfinu. Þróun þeirra og framkvæmd er líka mismunandi en til einföldunar má draga þá saman í tvo flokka: lánakvótar sem eru háðir einhvers konar hlutfallstölum, t.d. miðað við eignir banka, tekjur lántaka eða verðbólgu, og lánakvótar sem tiltaka heildarmagn lána, þ.e. heildarflæði, yfir ákveðið tímabil.” Ólafur segir að það kæmi í hlut Seðlabanka Íslands að þróa, ákveða, uppfæra og fylgja eftir lánakvótum á Íslandi með það að markmiði að ná verðbólgumarkmiði bankans. Mörg lönd á borð við Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Japan, Kína og Indland hafi notað lánakvóta í gegnum tíðina. Hann bætir við að til dæmis væri hægt að beita lánakvótum á verðtryggð lán til að draga úr umfangi þeirra. „Núverandi seðlabankastjóri benti á það árið 2012 að „verðtrygging þvælist fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans, einkum þó leiðni stýrivaxta yfir til langtímavaxta“ svo minna af verðtryggðum lánum þýddi að peningamálastefna Seðlabankans virkaði betur og hægt væri að lækka vexti.“ Að mati Ólafs skortir pólitískan vilja til þess að leyfa Seðlabankanum að nota umrædda lánakvóta. Til þess þurfi nýtt Alþingi að breyta lögum og reglum er viðkoma starfsemi Seðlabanka Íslands. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Ef Seðlabankinn notar lánakvóta til þess ná verðbólgumarkmiði sínu má gera ráð fyrir að minni þörf yrði á stýrivaxtabreytingum. Auðvelt er raunar að sjá fyrir sér að lækka mætti stýrivexti hraðar en ella því lánakvótar sæju til þess að takmarka magn fjármagns sem kæmi frá bankastofnunum sem og að beina því í farvegi sem hjálpaði Seðlabankanum við að ná verðbólgumarkmiði sínu,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur í aðsendri grein á Vísi. Lánakvótar eru kvótar eða skilyrði á lán sem bankastofnanir veita. Ólafur segir þá ekki ósvipaða fiskveiðikvótanum sem notaður er til þess að ákveða hámark afla hvers árs með það að markmiði að viðhalda sjálfbærri nýtingu á auðlindum sjávar. Vextir á húsnæðislánum hækkuðu mikið í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabankans.vísir/vilhelm Gætu hvatt bankastofnanir til að lána meira til byggingaraðila Ólafur segir að lánakvótarnir ættu í fyrsta lagi að beinast að því að minnka framboðsskort á vörum og þjónustu til að draga úr verðbólguþrýstingi á viðkomandi markaði og þar með í hagkerfinu öllu. „Í samhengi húsnæðismarkaðsins myndu lánakvótar hvetja bankastofnanir til þess að lána meira til byggingaraðila og annarra sem væru að byggja íbúðir til þess auka nýbyggingarmagn og draga úr leiguverðs- og verðbólguþrýstingi. „Í öðru lagi myndu lánakvótarnir beinast að því að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu, líkt og stýrivaxtahækkanir gera, aftur með það að markmiði að draga úr verðbólgu,“ segir Ólafur í grein sinni. Lánakvótar verið notaðir í fjölda landa „Lánakvótar geta tekið ýmsum breytingum og verða að gera það – líkt og kvótar í sjávarútvegi gera – eftir því hvernig viðrar í hagkerfinu. Þróun þeirra og framkvæmd er líka mismunandi en til einföldunar má draga þá saman í tvo flokka: lánakvótar sem eru háðir einhvers konar hlutfallstölum, t.d. miðað við eignir banka, tekjur lántaka eða verðbólgu, og lánakvótar sem tiltaka heildarmagn lána, þ.e. heildarflæði, yfir ákveðið tímabil.” Ólafur segir að það kæmi í hlut Seðlabanka Íslands að þróa, ákveða, uppfæra og fylgja eftir lánakvótum á Íslandi með það að markmiði að ná verðbólgumarkmiði bankans. Mörg lönd á borð við Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Japan, Kína og Indland hafi notað lánakvóta í gegnum tíðina. Hann bætir við að til dæmis væri hægt að beita lánakvótum á verðtryggð lán til að draga úr umfangi þeirra. „Núverandi seðlabankastjóri benti á það árið 2012 að „verðtrygging þvælist fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans, einkum þó leiðni stýrivaxta yfir til langtímavaxta“ svo minna af verðtryggðum lánum þýddi að peningamálastefna Seðlabankans virkaði betur og hægt væri að lækka vexti.“ Að mati Ólafs skortir pólitískan vilja til þess að leyfa Seðlabankanum að nota umrædda lánakvóta. Til þess þurfi nýtt Alþingi að breyta lögum og reglum er viðkoma starfsemi Seðlabanka Íslands.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49