Sport

Enn enn naumi sigurinn hjá meisturunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er hægara sagt en gert að vinna Patrick Mahomes og félaga í Chiefs.
Það er hægara sagt en gert að vinna Patrick Mahomes og félaga í Chiefs. vísir/getty

Meistarar Kansas City Chiefs tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í NFL-deildinni níunda árið í röð. Liðið er þess utan komið í úrslitakeppnina.

Að þessu sinni kom sigur gegn LA Chargers. Sigurinn var aðeins tveggja stiga og kom með vallarmarki er leiktíminn rann út. Enn einn jafni leikurinn hjá Chiefs en þetta er fimmtánda skiptið í röð sem liðið vinnur jafnan leik.

Chiefs er því með tólf sigra og aðeins eitt tap en sama árangur er lið Detroit Lions með eftir sigur á Green Bay Packers.

Skemmtilegasti leikur gærdagsins var viðureign LA Rams og Buffalo Bills. Þar höfðu Hrútarnir betur í stórkostlegum leik. Þeir stöðvuðu þar með sigurhrinu Bills.

Úrslit:

Lions-Packers 34-31

Dolphins-Jets 32-26

Vikings-Falcons 42-21

Giants-Saints 11-14

Eagles-Panthers 22-16

Steelers-Browns 27-14

Buccaneers-Raiders 28-13

Titans-Jaguars 6-10

Cardinals-Seahawks 18-30

Rams-Bills 44-42

49ers-Bears 38-13

Chiefs-Chargers 19-17

Í nótt:

Cowboys - Bengals

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×