Innlent

Landskjör­stjórn kemur saman til fundar

Atli Ísleifsson skrifar
Landskjörstjórn á úthlutunarfundi þingsæta í Eddu.
Landskjörstjórn á úthlutunarfundi þingsæta í Eddu. Vísir/Vilhelm

Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn.

Í fréttatilkynningu segir að umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar verði gefinn kostur á að mæta til fundarins, sem haldinn verði í fyrirlestrasal Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Eddu. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum hér að neðan:

Gera má ráð fyrir að stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verði haldið áfram í dag. Stíf fundarhöld fóru fram í gær og í Facebook-færslu rétt fyrir miðnættið sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, að dagurinn hefði verið frábær og að allt gangi samkvæmt áætlun.

Fyrr um kvöldið lét hún hafa eftir sér í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún vonaðist til að hægt yrði að ljúka viðræðunum fyrir jól.


Tengdar fréttir

Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×