Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2024 13:46 Sólveig Anna segir Virðingu svikamyllu og gervistéttarfélag. Samiðn segir félagið svokallað „gult stéttarfélag“. Slík félög séu stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau Vísir/Einar Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. Efling mun samkvæmt þessum aðgerðum til dæmis birta opinberlega nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT sem og fara í sérstaka auglýsingaherferð. Þá mun starfsfólk Eflingar einnig fara í heimsóknir á vettvang þar sem þau ætla að upplýsa starfsfólk aðildarfyrirtækja um launakjör og réttindi. Þá segir að þau muni einnig veita stuðning við mótmæli og aðstoða launafólk, sama hvort það er í Eflingu eða ekki, við að gera launakröfu þar sem þau geta krafist greiðslu í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „Slíkum kröfum verður fylgt eftir fyrir dómstólum og mun Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíkja starfsfólk um laun með þessum hætti,“ segir í bréfinu sem forsvarsfólk fékk sent. Fyrirtækin beðin að láta vita Í tilkynningu frá Eflingu segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið beðnir að láta þau vita séu þau ekki lengur aðilar að SVEIT. Þá segir „Svo sem áður hefur verið greint skilmerkilega frá er Virðing gervistéttarfélag, stýrt af atvinnurekendum úr röðum SVEIT og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra, en ekki verkafólki. Svokallaður kjarasamningur milli Virðingar og SVEIT er, fyrir utan að samrýmast ekki ákvæðum íslenskra laga, til þess gerður að skerða réttindi starfsfólks til hagsbóta fyrir atvinnurekendur,“ segir í tilkynningunni. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Efling sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem stéttarfélagið sagði kjarasamning sem Virðing hefur gert við SVEIT ganga gegn ákvæðum fjölda laga og skerða rétt launþega til muna. Formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði Virðingu gervistéttarfélag og svikamyllu sem væri rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Fleiri stéttarfélög og samtök launþega hafa síðan tekið undir gagnrýni Eflingar. Í dag sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. Gult stéttarfélag „Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða,“ segir í tilkynningu Samiðnar. Þar er svo lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Efling mun samkvæmt þessum aðgerðum til dæmis birta opinberlega nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT sem og fara í sérstaka auglýsingaherferð. Þá mun starfsfólk Eflingar einnig fara í heimsóknir á vettvang þar sem þau ætla að upplýsa starfsfólk aðildarfyrirtækja um launakjör og réttindi. Þá segir að þau muni einnig veita stuðning við mótmæli og aðstoða launafólk, sama hvort það er í Eflingu eða ekki, við að gera launakröfu þar sem þau geta krafist greiðslu í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „Slíkum kröfum verður fylgt eftir fyrir dómstólum og mun Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíkja starfsfólk um laun með þessum hætti,“ segir í bréfinu sem forsvarsfólk fékk sent. Fyrirtækin beðin að láta vita Í tilkynningu frá Eflingu segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið beðnir að láta þau vita séu þau ekki lengur aðilar að SVEIT. Þá segir „Svo sem áður hefur verið greint skilmerkilega frá er Virðing gervistéttarfélag, stýrt af atvinnurekendum úr röðum SVEIT og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra, en ekki verkafólki. Svokallaður kjarasamningur milli Virðingar og SVEIT er, fyrir utan að samrýmast ekki ákvæðum íslenskra laga, til þess gerður að skerða réttindi starfsfólks til hagsbóta fyrir atvinnurekendur,“ segir í tilkynningunni. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Efling sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem stéttarfélagið sagði kjarasamning sem Virðing hefur gert við SVEIT ganga gegn ákvæðum fjölda laga og skerða rétt launþega til muna. Formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði Virðingu gervistéttarfélag og svikamyllu sem væri rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Fleiri stéttarfélög og samtök launþega hafa síðan tekið undir gagnrýni Eflingar. Í dag sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. Gult stéttarfélag „Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða,“ segir í tilkynningu Samiðnar. Þar er svo lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13
Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08
Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57