Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2024 12:17 Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Rarik Enn er allt keyrt á varaafli í Vík og Mýrdal eftir að Víkurstrengur bilaði aðfaranótt mánudags þar sem strengurinn liggur plægður ofan í Skógá. Viðgerð hófst í gær og er áætlað að hún taki tvo daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að vegna þess hversu hár álagstoppur gærdagsins hafi verið hafi varaflsvél verið send af stað frá Þórshöfn í gær til að betur væri hægt að anna álagi dagsins í dag. „Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Jarðstrengirnir verða svo dregnir þar í gegn. Samstarfsaðilar okkar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda hófu borunina rétt eftir hádegi í gær og luku verkefninu um klukkan 5 í nótt. Starfsfólk framkvæmdaflokka RARIK mun í dag hefja vinnuna við að draga strengi í gegnum rörin og tengja, þannig að hægt verða að koma rafmagni aftur á svæðið eftir strengjum. Við nýtum einnig tækifærið og leggjum í rörið 11 kV streng sem liggur á sama stað yfir ána. Áætlað er að viðgerðin taki u.þ.b. tvo daga með prófunum. Bilun út frá spennistöð RARIK við Ytri-Sólheima, sem fór hálf á kaf í vatnsveðrinu á sunnudag og mánudag, er fundin og er viðgerð þar hafin. Vonast er til að hún klárist í kvöld eða á morgun. Bilunin olli töfum við uppbyggingu varaafls í Mýrdal seinni hluta mánudags en hún er staðsett í streng sem sér sendi Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Strengurinn skemmdist vegna mikils vatnsálags og hefur sendirinn verið keyrður áfram með varaflsvél Neyðarlínunnar á meðan. Um borunina: Borun undir árfarvegi er ekki ný af nálinni en aðferðin hefur þróast mikið á undanförnum árum svo nú þykir öruggt að bora í gegnum jafn lausan jarðveg og þarna er. Á mjög einfölduðu máli eru göngin fóðruð með sementsblöndu jafnóðum og þau eru boruð sem heldur þeim opnum. Þegar borinn er kominn í gegn eru rör fest í hann og hann dreginn til baka. Þannig leggjast göngin að rörunum en falla ekki saman þegar borinn er fjarlægður. Ef vel tekst til munum við skoða hvort skynsamlegt sé að skipuleggja samskonar boranir undir fleiri árfarvegi á þessu svæði vegna fenginnar reynslu okkar af ágangi ánna á strengina í haust og vetur. Slíkar viðhaldsframkvæmdir myndu þó alltaf falla á framkvæmdaáætlun sumarsins,“ segir í tilkynningunni frá RARIK. Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að vegna þess hversu hár álagstoppur gærdagsins hafi verið hafi varaflsvél verið send af stað frá Þórshöfn í gær til að betur væri hægt að anna álagi dagsins í dag. „Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Jarðstrengirnir verða svo dregnir þar í gegn. Samstarfsaðilar okkar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda hófu borunina rétt eftir hádegi í gær og luku verkefninu um klukkan 5 í nótt. Starfsfólk framkvæmdaflokka RARIK mun í dag hefja vinnuna við að draga strengi í gegnum rörin og tengja, þannig að hægt verða að koma rafmagni aftur á svæðið eftir strengjum. Við nýtum einnig tækifærið og leggjum í rörið 11 kV streng sem liggur á sama stað yfir ána. Áætlað er að viðgerðin taki u.þ.b. tvo daga með prófunum. Bilun út frá spennistöð RARIK við Ytri-Sólheima, sem fór hálf á kaf í vatnsveðrinu á sunnudag og mánudag, er fundin og er viðgerð þar hafin. Vonast er til að hún klárist í kvöld eða á morgun. Bilunin olli töfum við uppbyggingu varaafls í Mýrdal seinni hluta mánudags en hún er staðsett í streng sem sér sendi Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Strengurinn skemmdist vegna mikils vatnsálags og hefur sendirinn verið keyrður áfram með varaflsvél Neyðarlínunnar á meðan. Um borunina: Borun undir árfarvegi er ekki ný af nálinni en aðferðin hefur þróast mikið á undanförnum árum svo nú þykir öruggt að bora í gegnum jafn lausan jarðveg og þarna er. Á mjög einfölduðu máli eru göngin fóðruð með sementsblöndu jafnóðum og þau eru boruð sem heldur þeim opnum. Þegar borinn er kominn í gegn eru rör fest í hann og hann dreginn til baka. Þannig leggjast göngin að rörunum en falla ekki saman þegar borinn er fjarlægður. Ef vel tekst til munum við skoða hvort skynsamlegt sé að skipuleggja samskonar boranir undir fleiri árfarvegi á þessu svæði vegna fenginnar reynslu okkar af ágangi ánna á strengina í haust og vetur. Slíkar viðhaldsframkvæmdir myndu þó alltaf falla á framkvæmdaáætlun sumarsins,“ segir í tilkynningunni frá RARIK.
Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira