Körfubolti

Kvennalið Snæ­fells dregur lið sitt úr keppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfell hefur spilað sinn síðasta leik í vetur í kvennakörfunni.
Snæfell hefur spilað sinn síðasta leik í vetur í kvennakörfunni. Vísir/Hulda Margrét

Snæfell hefur tekið þá stóru ákvörðun að hætta þátttöku í 1. deild kvenna í körfubolta í vetur.

Snæfell tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í kvöld.

Snæfell átti eftir einn leik fyrir jólafrí en mun ekki spila hann ekki frekar en aðra leiki sem liðið átti eftir í vetur.

Snæfell er í sjöunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fimm töp. Síðasti leikurinn var 106-55 tap á móti KR 29. nóvember síðastliðinn.

Snæfell varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari á árunum 2014 til 2016 en hefur ekki spilað í efstu deild síðan vorið 2021.

Það haust dró Snæfell lið sitt úr keppni úr úrvalsdeildinni en spilaði áfram í 1. deildinni. Liðinu tókst tvisvar sinnum að komast alla leið í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni þrátt fyrir að vera ekki í efstu deild.

Þetta er vissulega sorglegur endir fyrir kvennakörfuna í Stykkishólmi en aðalstjórn félagsins segir að nú sé tími skipulags og uppbyggingar innan yngri flokka félagsins. Við sjáum vonandi því kvennalið Snæfells spila aftur í kvennakörfunni.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá Snæfelli:

  • Kvennalið Snæfells dregið úr keppni
  • Að vel ígrunduðu máli hafa stjórn kkd. Snæfells, Aðalstjórn félagsins og aðstandendur leikmanna ákveðið að draga liðið úr keppni í 1. deild kvenna frá og með deginum í dag, 11. desember. Stelpurnar munu því ekki leika síðasta leik sinn fyrir jólafrí sem átti að fara fram á laugardag.
  • Nú hefst tími skipulags og uppbyggingar innan yngri flokka félagsins svo kvennalið Snæfells geti mætt af fullum krafti til leiks í framtíðinni. Snæfell þakkar stelpunum fyrir sitt framlag á leiktíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×