Barcelona vann dramatískan 3-2 sigur á útivelli á móti Borussia Dortmund. Öll mörkin í leiknum komu í viðburðaríkum seinni hálfleik.
Ferran Torres skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Lamine Yamal. Þeta var annað mark Torres á tíu mínútuna kafla því hann kom Barcelona einnig í 2-1 á 75. mínútu.
Serhou Guirassy skoraði bæði mörk Dortmund og jafnaði metin í bæði skiptin, fyrst í 1-1 á 60. mínútu og svo í 2-2 á 78. mínútu. Raphinha hafði komið Barcelona í 1-0 á 53. minútu.
Tammy Abraham skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok þegar AC Milan vann 2-1 heimasigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Rafael Leao skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og kom AC MIlan í 1-0 á 42. mínútu en Nemanja Radonjic jafnaði fyrir Serbana á 67. mínútu.
Stuttgart vann 5-1 heimasigur á Young Boys þar sem fimm leikmenn liðsins komust á blað. Mörkin skoruðu Yannik Keitel, Enzo Millot, Chris Führich, Josha Vagnoman og Yannik Keitel.
Feyenoord vann 4-2 heimasigur á Spörtu Prag. Gernot Trauner, Igor Paixao, Anis Hadj Moussa og Santiago Gimenez skoruðu mörk hollenska liðsins.
Benfica og Bologna gerðu síðan 0-0 jafntefli í Portúgal.