Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 09:32 Helgi segir verkefnið hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Fellaskóli hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Verkefnið hófst árið 2020 sem tilraunaverkefni til fimm ára. Árangurinn af verkefninu hefur verið góður. Fleiri börn ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem eru í tónlistarnámi hefur margfaldast. Fellaskóli er, eins og Helgi Gíslason skólastjóri segir, venjulegur íslenskur grunnskóli en samsetning nemenda öðruvísi en annars staðar. Sem dæmi sé aðeins um 1/5 nemenda af íslenskum uppruna. Aðrir nemendur séu af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. Stjórnendur skólans hafi 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins og að það hafi þurft að bregðast við. „Það var fyrst og fremst þörf fyrir meiri og markvissari íslenskukennslu en gengur og gerist vegna samsetningar nemendahópsins. Það var ákveðið að skólinn fengi styrk frá borginni til að bregðast við. Við ákváðum að kalla verkefnið Draumaskólinn og vinnum í samræmi við menntastefnu borgarinnar. Markmið hennar er að allir nemendur geti látið drauma sína rætast og að allir fái jöfn tækifæri.“ Helgi segir að á þessum tíma, 2020, hafi skólinn verið búinn að ráða verkefnastjóra í læsi en þegar þau fengu styrkinn hafi verið ákveðið að bæta tveimur við þannig það væri einn verkefnastjóri fyrir hverja stoð verkefnisins. Í dag, fjórum árum síðar, eru verkefnastjórarnir enn við störf en starf þeirra hefur þróast. Við afhendingu verðlaunanna í nóvember.Reykjavíkurborg Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um verðlaunin kom fram að Fellaskóli hlyti verðlaunin fyrir „fjölmenningarlega og skapandi kennsluhætti þar sem byggt er á virðingu fyrir félagslegum og menningarlegum margbreytileika. Í Fellaskóla er markvisst unnið að málþroska og læsi í samstarfi við leikskólana í hverfinu sem þykir til fyrirmyndar og eftirbreytni.“ Þá kom fram að í skólanum væru 360 nemendur sem tali um það bil 25 tungumál. „Þetta samstarfsverkefni hefur hlotið hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs og gögn sýna góðar framfarir nemenda í lestri. Kennslan í Fellaskóla er helguð þeim markmiðum að styðja við málþroska og læsi nemenda, t.d. er unnið markvisst með orðaforða á fjölbreyttan hátt og öll tækifæri nýtt til að styðja við framfarir á því sviði. Í skólanum er litið svo á að allir kennarar séu íslenskukennarar,“ sagði í umsögn dómnefndar. Þrjár stoðir Undir verkefnið voru settar þrjár stoðir. Sú fyrsta læsi, önnur leiðsagnanám og svo sú þriðja stoð tónlistar- og skapandi skólastarf. „Vald á íslensku er auðvitað lykilatriði fyrir alla nemendur svo þeir geti náð árangri í skólastarfinu og átt möguleika á því að láta drauma sína rætast. Læsi er því fyrsta stoðin sem við leggjum áherslu á. Markmiðið er að árangur nemenda sé á pari við það sem gerist annars staðar,“ segir Helgi. Á veggjum skólastofanna er að finna ýmsar leiðbeiningar fyrir nemendur.Vísir/Vilhelm Önnur stoðin, um leiðsagnanám, fjallar svo um kennsluaðferð sem á að einkenna alla kennslu í skólanum. „Það er lýsing á kennsluaðferð og skipulagi náms sem hefur það megineinkenni að nemandanum er alltaf ljóst hvað hann á að gera og læra. Inn í því er valdefling og áhersla á að nemendur vinni saman. Þá er lagt áherslu á að námsumhverfið sé styðjandi og markmið eru til að mynda oft sýnileg í kennslustofunni svo nemandinn veit nákvæmlega hvað hann á að læra,“ segir Helgi. Markmiðið sé að efla nemendur þannig að þeir séu meira sjálfbjarga í námi meðal annars með því að nýta sér stoðir í námsumhverfinu. Þess vegna séu til dæmis aðferðir í stærðfræði eða lykilhugtök í námsgreinum sýnileg á veggjum kennslustofunnar. „Í þriðju stoðinni er tónlistariðkun sem ýtir undir málþroska sem styður við læsið. Við sáum líka í tónlistinni tækifæri til að efla sjálfstraust og frumkvæði nemenda. Eitt af því sem við sáum í svörum nemendum í könnunum, eins og Skólapúlsunum, var að sjálfsmat nemenda var heldur slakara en annars staðar. Þá sáum við líka að þátttaka í tónlistarnámi var sáralítil miðað við annars staðar í borginni.“ Fleiri sem stunda tónlistarnám Helgi segir að fá því að verkefnið hófst hafi orðið eftirtektarverður munur á þátttöku nemenda í tónlistarnámi. Þau hafi verið í samvinnu við Tónskóla Sigursveins í yngri bekkjunum en kennarar frá skólanum hafi komið inn skólann til að kenna yngri nemendum á fiðlu og píanó. Allir hópar hafi verið fullskipaðir frá því að þeir byrjuðu. Þá hafi þeir líka verið í samstarfi við Tóney um hóptíma í hljóðfærakennslu í 4. til 7. bekk en það verkefni hafi verið endurskipulagt. Þá hafi þau einnig lagt áherslu á þátttöku í skólahljómsveit Breiðholts. „Það virðist henta okkar nemendum vel að vera í hljómsveit en að fara beint inn í formlegt nám í tónskóla,“ segir Helgi. Þar hafi líka náðst gríðarlegur árangur. Fjöldinn hafi á tímabilinu farið frá einum nemenda upp í 35 í dag. Með þessu fái nemendur fleiri tækifæri til að fást við tónlistarnám. „Nemendur eru þá orðnir um 70 til 80 í tónlistarnámi núna. Ávinningurinn af þessu er valdefling nemenda. Þetta er líka hluti af inngildingu. Að verða virkur þátttakandi í íslensku samfélagi.“ Íslenska lykillinn að samfélaginu Helgi segir að auk þess aðstoði þau nemendur við að finna sér annað viðeigandi tómstundanám því hluti af því að læra íslensku sé að vera sem mest í íslensku málumhverfi. „Við viljum að allir læri íslensku. Það er lykillinn að íslensku samfélagi. Að vera í skólanum frá 8 til 14 er ekki nóg,“ segir Helgi. Leiðsagnanám er ein stoð Draumaskólans og því ýmsar leiðbeiningar að finna víða í skólanum.Vísir/Vilhelm Því hafi sem dæmi síðustu tólf árin verið gjaldfrjálst fyrir börn í 1. og 2. bekk í frístundaheimili svo það sé hægt að „baða þau“ í íslensku lengur. Helgi segir verkefnið hafa þróast á ýmsan hátt frá því það hófst. Sem dæmi hafi þau séð, fljótlega eftir að þau byrjuðu, að mögulega væru þau ekki að byrja á réttum enda. Þau hafi í kjölfarið farið í samstarf við leikskólana í hverfinu svo þau gætu unnið með læsi barnanna þar líka. Hluti af verkefninu hefur því falist í markvissu samstarfi við leikskólana Holt og Ösp í Fellahverfi. „Deildarstjóri læsis, sem í dag er sameiginlegur starfsmaður leikskólanna og Fellaskóla, fer inn í leikskólana og vinnur að því, með starfsfólkinu þar, að samræma vinnubrögð. Árangur af þessu varð mjög fljótlega að læsi í yngstu bekkjunum , eins og hann er mældur í lesfimiprófum, jókst. Í dag náum við upp undir landsmeðaltal. Það er frábær árangur,“ segir Helgi og að þetta hafi verið algert lykilatriði í að ná árangri. Opið samtal mikilvægt Helgi segir hlutfall nemenda af erlendum uppruna í skólanum hafa verið það sama í um tíu ár en það virðist vera að breytast annars staðar. Nemendum af erlendum uppruna sé að fjölga í skólunum í Breiðholti og líklega í flestum grunnskólum. Hann segir mikilvægt að það sé opið samtal á milli skólanna. „Þó okkur sé tíðrætt um nemendur með annað móðurmál en íslensku má ekki gleyma því að í skólanum er stór hópur sem hefur íslensku sem móðurmál. Þessum hópi gagnast auðvitað með sama hætti áhersla á læsi og íslensku eins og öllum öðrum. Auk þess er það auðvitað þroskandi að vera hluti af svona fjölbreyttum nemendahópi. En við höfum séð að nú þurfum við að horfa meira til eldra hópsins í skólanum.“ Á vegg í skólanum hanga þessi orð uppi. Þannig er fjölbreytileikanum gert hátt undir höfði.Vísir/Vilhelm Samsetning nemenda hafi líka breyst á þeim tíma sem verkefnið hafi verið í gangi Þannig hefur hlutfall nemenda með annað tungumál en íslensku ekki hækkað en hlutfallslega eru fleiri i þessum hópi nemendur sem eru nýkomnir til landsins. Tala alltaf íslensku í skólanum Helgi segir að í skólanum sé eðlilega alltaf viðmið um að tala íslensku en þau séu svo heppin að vera með starfsfólk sem tali önnur tungumál. Sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. „Hér eiga allir að tala íslensku í skólanum. Þegar það kemur nýr nemandi reynum við að finna einhvern í árganginum sem talar sama tungumál. Íslenskan er tungumál skólans.“ Hann segir íslenskuna líka skipta máli félagslega. Um leið og börnin eigi sameiginlegt tungumál hætti það að vera hindrun „En svo erum við í vandræðum með enskuna, eins og aðrir skólar og bara íslenskt samfélag. Þegar nýir unglingar koma í skólann sjáum við og heyrum að þau eru oft fljótari að tileinka sér einhvern lágmarksorðaforða í ensku en íslensku.“ Skólinn varð nýverið 50 ára gamall.Vísir/Vilhelm Hann segir nýja nemendur oftast fljóta að tileinka sér íslensku en það sama gildi ekki endilega um foreldra þeirra. Fullorðinfræðsla akkilesarhællinn „Það er stóri akkilesarhæll í íslensku samfélagi hvað við höfum staðið okkur illa í því að kenna fullorðnu fólki íslensku. Við þær aðstæður er líklegra að börnin séu sett í þá stöðu að vera brúin á milli heimilis og samfélags og það er ekki ungum börnum neitt sérstaklega hollt. Þau geta auðvitað líka verið sía á upplýsingar til foreldra sinna,“ segir Helgi. Skólinn notar túlka í samtölum við foreldra þegar þörf er á. Hann segir kostnað þeirra við túlkaþjónustu líklega margfalt meiri en í öðrum skólum en bæði sé það lögbundið og nauðsynlegt að gera það. Þá segir hann öll skilaboð til foreldra send út á bæði íslensku og ensku. „Það er öruggara að þýða á móðurmál úr ensku en íslensku, og því fylgir enskan alltaf með.“ Í skólanum eru um 360 nemendur sem tala á milli 25 til 30 tungumál.Vísir/Vilhelm Eins og fram kom að ofan var um að ræða tilraunaverkefni til fimm ára en Helgi segir augljóst að verkefninu verði haldið áfram. „Við ætluðum að vera komin lengra en við fengum auðvitað Covid í millitíðinni. Svo hefur samsetning nemendahópsins breyst. Það eru hlutfallslega fleiri nýir Íslendingar í dag en þegar við lögðum af stað.“ Þá hafi á sama tíma verið settar upp móttökudeildir fyrir nemendur i öllum hverfum borgarinnar þar sem nýir nemendur dvelji fjóra af fimm dögum vikunnar en séu svo einn dag vikunnar í hverfisskóla sínum. „Þetta er mikil áskorun en eins og við sjáum það erum við að reka venjulegan grunnskóla samkvæmt íslenskri aðalnámskrá. Á sama tíma segjum við bara að það þurfi aðeins meira til í skóla þar sem hlutfall nemenda með annað móðurmál er svona hátt. Það þarf þó svo að nemendur séu kannski fæddir á Íslandi og hafi verið í íslenskum leikskóla. En ég held að það séu mikil forréttindi að fá að vera í Fellaskóla,“ segir Helgi Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fellaskóli er, eins og Helgi Gíslason skólastjóri segir, venjulegur íslenskur grunnskóli en samsetning nemenda öðruvísi en annars staðar. Sem dæmi sé aðeins um 1/5 nemenda af íslenskum uppruna. Aðrir nemendur séu af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. Stjórnendur skólans hafi 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins og að það hafi þurft að bregðast við. „Það var fyrst og fremst þörf fyrir meiri og markvissari íslenskukennslu en gengur og gerist vegna samsetningar nemendahópsins. Það var ákveðið að skólinn fengi styrk frá borginni til að bregðast við. Við ákváðum að kalla verkefnið Draumaskólinn og vinnum í samræmi við menntastefnu borgarinnar. Markmið hennar er að allir nemendur geti látið drauma sína rætast og að allir fái jöfn tækifæri.“ Helgi segir að á þessum tíma, 2020, hafi skólinn verið búinn að ráða verkefnastjóra í læsi en þegar þau fengu styrkinn hafi verið ákveðið að bæta tveimur við þannig það væri einn verkefnastjóri fyrir hverja stoð verkefnisins. Í dag, fjórum árum síðar, eru verkefnastjórarnir enn við störf en starf þeirra hefur þróast. Við afhendingu verðlaunanna í nóvember.Reykjavíkurborg Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um verðlaunin kom fram að Fellaskóli hlyti verðlaunin fyrir „fjölmenningarlega og skapandi kennsluhætti þar sem byggt er á virðingu fyrir félagslegum og menningarlegum margbreytileika. Í Fellaskóla er markvisst unnið að málþroska og læsi í samstarfi við leikskólana í hverfinu sem þykir til fyrirmyndar og eftirbreytni.“ Þá kom fram að í skólanum væru 360 nemendur sem tali um það bil 25 tungumál. „Þetta samstarfsverkefni hefur hlotið hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs og gögn sýna góðar framfarir nemenda í lestri. Kennslan í Fellaskóla er helguð þeim markmiðum að styðja við málþroska og læsi nemenda, t.d. er unnið markvisst með orðaforða á fjölbreyttan hátt og öll tækifæri nýtt til að styðja við framfarir á því sviði. Í skólanum er litið svo á að allir kennarar séu íslenskukennarar,“ sagði í umsögn dómnefndar. Þrjár stoðir Undir verkefnið voru settar þrjár stoðir. Sú fyrsta læsi, önnur leiðsagnanám og svo sú þriðja stoð tónlistar- og skapandi skólastarf. „Vald á íslensku er auðvitað lykilatriði fyrir alla nemendur svo þeir geti náð árangri í skólastarfinu og átt möguleika á því að láta drauma sína rætast. Læsi er því fyrsta stoðin sem við leggjum áherslu á. Markmiðið er að árangur nemenda sé á pari við það sem gerist annars staðar,“ segir Helgi. Á veggjum skólastofanna er að finna ýmsar leiðbeiningar fyrir nemendur.Vísir/Vilhelm Önnur stoðin, um leiðsagnanám, fjallar svo um kennsluaðferð sem á að einkenna alla kennslu í skólanum. „Það er lýsing á kennsluaðferð og skipulagi náms sem hefur það megineinkenni að nemandanum er alltaf ljóst hvað hann á að gera og læra. Inn í því er valdefling og áhersla á að nemendur vinni saman. Þá er lagt áherslu á að námsumhverfið sé styðjandi og markmið eru til að mynda oft sýnileg í kennslustofunni svo nemandinn veit nákvæmlega hvað hann á að læra,“ segir Helgi. Markmiðið sé að efla nemendur þannig að þeir séu meira sjálfbjarga í námi meðal annars með því að nýta sér stoðir í námsumhverfinu. Þess vegna séu til dæmis aðferðir í stærðfræði eða lykilhugtök í námsgreinum sýnileg á veggjum kennslustofunnar. „Í þriðju stoðinni er tónlistariðkun sem ýtir undir málþroska sem styður við læsið. Við sáum líka í tónlistinni tækifæri til að efla sjálfstraust og frumkvæði nemenda. Eitt af því sem við sáum í svörum nemendum í könnunum, eins og Skólapúlsunum, var að sjálfsmat nemenda var heldur slakara en annars staðar. Þá sáum við líka að þátttaka í tónlistarnámi var sáralítil miðað við annars staðar í borginni.“ Fleiri sem stunda tónlistarnám Helgi segir að fá því að verkefnið hófst hafi orðið eftirtektarverður munur á þátttöku nemenda í tónlistarnámi. Þau hafi verið í samvinnu við Tónskóla Sigursveins í yngri bekkjunum en kennarar frá skólanum hafi komið inn skólann til að kenna yngri nemendum á fiðlu og píanó. Allir hópar hafi verið fullskipaðir frá því að þeir byrjuðu. Þá hafi þeir líka verið í samstarfi við Tóney um hóptíma í hljóðfærakennslu í 4. til 7. bekk en það verkefni hafi verið endurskipulagt. Þá hafi þau einnig lagt áherslu á þátttöku í skólahljómsveit Breiðholts. „Það virðist henta okkar nemendum vel að vera í hljómsveit en að fara beint inn í formlegt nám í tónskóla,“ segir Helgi. Þar hafi líka náðst gríðarlegur árangur. Fjöldinn hafi á tímabilinu farið frá einum nemenda upp í 35 í dag. Með þessu fái nemendur fleiri tækifæri til að fást við tónlistarnám. „Nemendur eru þá orðnir um 70 til 80 í tónlistarnámi núna. Ávinningurinn af þessu er valdefling nemenda. Þetta er líka hluti af inngildingu. Að verða virkur þátttakandi í íslensku samfélagi.“ Íslenska lykillinn að samfélaginu Helgi segir að auk þess aðstoði þau nemendur við að finna sér annað viðeigandi tómstundanám því hluti af því að læra íslensku sé að vera sem mest í íslensku málumhverfi. „Við viljum að allir læri íslensku. Það er lykillinn að íslensku samfélagi. Að vera í skólanum frá 8 til 14 er ekki nóg,“ segir Helgi. Leiðsagnanám er ein stoð Draumaskólans og því ýmsar leiðbeiningar að finna víða í skólanum.Vísir/Vilhelm Því hafi sem dæmi síðustu tólf árin verið gjaldfrjálst fyrir börn í 1. og 2. bekk í frístundaheimili svo það sé hægt að „baða þau“ í íslensku lengur. Helgi segir verkefnið hafa þróast á ýmsan hátt frá því það hófst. Sem dæmi hafi þau séð, fljótlega eftir að þau byrjuðu, að mögulega væru þau ekki að byrja á réttum enda. Þau hafi í kjölfarið farið í samstarf við leikskólana í hverfinu svo þau gætu unnið með læsi barnanna þar líka. Hluti af verkefninu hefur því falist í markvissu samstarfi við leikskólana Holt og Ösp í Fellahverfi. „Deildarstjóri læsis, sem í dag er sameiginlegur starfsmaður leikskólanna og Fellaskóla, fer inn í leikskólana og vinnur að því, með starfsfólkinu þar, að samræma vinnubrögð. Árangur af þessu varð mjög fljótlega að læsi í yngstu bekkjunum , eins og hann er mældur í lesfimiprófum, jókst. Í dag náum við upp undir landsmeðaltal. Það er frábær árangur,“ segir Helgi og að þetta hafi verið algert lykilatriði í að ná árangri. Opið samtal mikilvægt Helgi segir hlutfall nemenda af erlendum uppruna í skólanum hafa verið það sama í um tíu ár en það virðist vera að breytast annars staðar. Nemendum af erlendum uppruna sé að fjölga í skólunum í Breiðholti og líklega í flestum grunnskólum. Hann segir mikilvægt að það sé opið samtal á milli skólanna. „Þó okkur sé tíðrætt um nemendur með annað móðurmál en íslensku má ekki gleyma því að í skólanum er stór hópur sem hefur íslensku sem móðurmál. Þessum hópi gagnast auðvitað með sama hætti áhersla á læsi og íslensku eins og öllum öðrum. Auk þess er það auðvitað þroskandi að vera hluti af svona fjölbreyttum nemendahópi. En við höfum séð að nú þurfum við að horfa meira til eldra hópsins í skólanum.“ Á vegg í skólanum hanga þessi orð uppi. Þannig er fjölbreytileikanum gert hátt undir höfði.Vísir/Vilhelm Samsetning nemenda hafi líka breyst á þeim tíma sem verkefnið hafi verið í gangi Þannig hefur hlutfall nemenda með annað tungumál en íslensku ekki hækkað en hlutfallslega eru fleiri i þessum hópi nemendur sem eru nýkomnir til landsins. Tala alltaf íslensku í skólanum Helgi segir að í skólanum sé eðlilega alltaf viðmið um að tala íslensku en þau séu svo heppin að vera með starfsfólk sem tali önnur tungumál. Sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. „Hér eiga allir að tala íslensku í skólanum. Þegar það kemur nýr nemandi reynum við að finna einhvern í árganginum sem talar sama tungumál. Íslenskan er tungumál skólans.“ Hann segir íslenskuna líka skipta máli félagslega. Um leið og börnin eigi sameiginlegt tungumál hætti það að vera hindrun „En svo erum við í vandræðum með enskuna, eins og aðrir skólar og bara íslenskt samfélag. Þegar nýir unglingar koma í skólann sjáum við og heyrum að þau eru oft fljótari að tileinka sér einhvern lágmarksorðaforða í ensku en íslensku.“ Skólinn varð nýverið 50 ára gamall.Vísir/Vilhelm Hann segir nýja nemendur oftast fljóta að tileinka sér íslensku en það sama gildi ekki endilega um foreldra þeirra. Fullorðinfræðsla akkilesarhællinn „Það er stóri akkilesarhæll í íslensku samfélagi hvað við höfum staðið okkur illa í því að kenna fullorðnu fólki íslensku. Við þær aðstæður er líklegra að börnin séu sett í þá stöðu að vera brúin á milli heimilis og samfélags og það er ekki ungum börnum neitt sérstaklega hollt. Þau geta auðvitað líka verið sía á upplýsingar til foreldra sinna,“ segir Helgi. Skólinn notar túlka í samtölum við foreldra þegar þörf er á. Hann segir kostnað þeirra við túlkaþjónustu líklega margfalt meiri en í öðrum skólum en bæði sé það lögbundið og nauðsynlegt að gera það. Þá segir hann öll skilaboð til foreldra send út á bæði íslensku og ensku. „Það er öruggara að þýða á móðurmál úr ensku en íslensku, og því fylgir enskan alltaf með.“ Í skólanum eru um 360 nemendur sem tala á milli 25 til 30 tungumál.Vísir/Vilhelm Eins og fram kom að ofan var um að ræða tilraunaverkefni til fimm ára en Helgi segir augljóst að verkefninu verði haldið áfram. „Við ætluðum að vera komin lengra en við fengum auðvitað Covid í millitíðinni. Svo hefur samsetning nemendahópsins breyst. Það eru hlutfallslega fleiri nýir Íslendingar í dag en þegar við lögðum af stað.“ Þá hafi á sama tíma verið settar upp móttökudeildir fyrir nemendur i öllum hverfum borgarinnar þar sem nýir nemendur dvelji fjóra af fimm dögum vikunnar en séu svo einn dag vikunnar í hverfisskóla sínum. „Þetta er mikil áskorun en eins og við sjáum það erum við að reka venjulegan grunnskóla samkvæmt íslenskri aðalnámskrá. Á sama tíma segjum við bara að það þurfi aðeins meira til í skóla þar sem hlutfall nemenda með annað móðurmál er svona hátt. Það þarf þó svo að nemendur séu kannski fæddir á Íslandi og hafi verið í íslenskum leikskóla. En ég held að það séu mikil forréttindi að fá að vera í Fellaskóla,“ segir Helgi
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira