Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2024 10:26 Úkraínskir hermenn á ferðinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint AP/Evgeniy Maloletka Rússneski herinn skaut í morgun nærri því hundrað eldflaugum og rúmlega tvö hundruð drónum að Úkraínu. Árásin beindist að miklu leyti að orkuinnviðum ríkisins, eins og svo margar árásir hafa gert áður, en þessi þykir hafa verið einstaklega umfangsmikil. Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53
Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30