Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2024 10:26 Úkraínskir hermenn á ferðinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint AP/Evgeniy Maloletka Rússneski herinn skaut í morgun nærri því hundrað eldflaugum og rúmlega tvö hundruð drónum að Úkraínu. Árásin beindist að miklu leyti að orkuinnviðum ríkisins, eins og svo margar árásir hafa gert áður, en þessi þykir hafa verið einstaklega umfangsmikil. Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53
Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30