Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2024 07:01 Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir verður í Sviss næsta sumar, á sínu fjórða stórmóti þrátt fyrir að vera aðeins 29 ára gömul. vísir/Anton Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. Eftir magnað sumar þar sem Ísland vann sigra gegn Þýskalandi, Austurríki og Póllandi, eru stelpurnar okkar í fyrsta sinn í næsefsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn í dag. Það ætti að gefa liðinu aukna möguleika á að komast upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit, þegar flautað verður til leiks í Sviss í júlí. Hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana og mun Ísland fá einn mótherja úr flokki 1, einn úr flokki 3 og einn úr flokki 4. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn í dag. Ísland er í flokki 2 og getur ekki dregist gegn liði úr þeim flokki. Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla, og komast efstu tvö lið hvers riðils í 8-liða úrslit.Vísir/UEFA Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Hildur Antonsdóttir og Diljá Ýr Zomers verða væntanlega í EM-hópnum næsta sumar og Vísir fékk þær til að setja hver um sig saman óskariðil sem og martraðarriðil, en það ræðst svo síðar í dag hvernig riðill Íslands mun líta út og þá hvort þeim verður að ósk sinni. Ljóst er að þær vilja helst gestgjafa Sviss úr efsta flokki en óttast mest, skiljanlega, heimsmeistara Spánar Ísland mun hins vegar sleppa við ríkjandi Evrópumeistara Englands sem eru í sama styrkleikaflokki og stelpurnar okkar. Glódís: Gaman að spila opnunarleikinn Draumariðill væri Sviss, Belgía og Wales. Það væri gaman að spila opnunarleikinn við Sviss og sleppa við stóru liðin úr þriðja styrkleikaflokki. Martraðarriðill væri þá Spánn, Holland og Finnland eða Portúgal. Heimsmeistarar, fyrrverandi Evrópumeistarar og svo lið sem við höfum átt í erfiðleikum með undanfarið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir stigu léttan dans þegar Ísland hafði tryggt sig inn á EM, fimmta skiptið í röð.vísir/Anton Karólína: Spánn með þær bestu og Portúgal vanmetið Draumur: Sviss sem slakasta liðið úr potti 1. Belgía því við mættum þeim á síðasta EM og það var skemmtilegt að spila við þær. Finnland því það væri gaman að mæta einu af Norðurlöndunum. Við erum í góðum séns ef við mætum þeim á góðum degi. Martröð: Spánn því þær eru rugl góðar, með bestu leikmenn heims innanborðs. Holland því það er frábært lið með marga spennandi leikmenn. Portúgal því það er mjög vanmetið lið og erfitt að spila við þær. Hildur Antonsdóttir fagnaði vel með Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir mark þeirrar síðarnefndu gegn Þjóðverjum í sumar.vísir/Anton Hildur: Belgía hentar okkur Draumur: Sviss því það er stemming að vera í sama riðli og heimaþjóðin og samkvæmt FIFA-listanum eru þær mun neðar en hin þrjú liðin. Belgía hentar okkar leikstíl svo það væri best að spila á móti þeim, og svo eru nokkrar stelpur þar sem voru með mér í Fortuna Sittard svo það væri gaman að mæta þeim. Wales því okkur hefur gengið ágætlega á móti þeim síðasta árið svo held það væri best að fá þær. Martröð: Spánn. Mjög vel spilandi lið sem inniheldur nokkra af bestu leikmönnum heims. Væri erfitt að mæta þeim en gaman. Svíþjóð því Svíar standa sig alltaf vel á stórmótum. Þær eru mjög sterkar í föstum leikatriðinum en við erum það líka svo þetta yrði áhugaverður leikur. Portúgal því þær eru frekar líkar Spáni sem lið, margir hæfileikaríkir leikmenn og liðið vel spilandi. Diljá Ýr Zomers með boltann í sigrinum magnaða gegn Þýskalandi í sumar.vísir/Anton Diljá: Til í leik við föðurþjóðina Allt væri draumadráttur þar sem það væri draumur að fá að spila leik á EM. En ef ég ætti að velja draumadrátt fyrir riðil á EM þá væri það Sviss, unnum þær í fyrra og eigum að geta gert það aftur, svo væri það Belgía þar sem það væri gaman að mæta liðsfélögum, og Wales þar sem við unnum einnig tvo góða sigra á móti þeim í fyrra. Martraðardráttur væri svo Spánn (væri samt draumur samt að mæta besta liði heims) en svo myndi ég segja Holland eða Svíþjóð. Það eru bæði vel spilandi lið með mjög góða einstaklinga en væri samt gaman að mæta Hollandi þar sem ég er hálfhollensk [innsk.: pabbi Diljár er hollenskur] og á fjölskyldu og vini þar. Sama með Svíþjóð, væri einnig gaman að spila við þær þar sem ég myndi þá mæta mörgum gömlum liðsfélögum. Svo væri það Pólland, þegar Eva Pajor er heit þá eru þær erfiðar og myndu 100% vilja hefna fyrir töpin fyrr á árinu. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Eftir magnað sumar þar sem Ísland vann sigra gegn Þýskalandi, Austurríki og Póllandi, eru stelpurnar okkar í fyrsta sinn í næsefsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn í dag. Það ætti að gefa liðinu aukna möguleika á að komast upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit, þegar flautað verður til leiks í Sviss í júlí. Hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana og mun Ísland fá einn mótherja úr flokki 1, einn úr flokki 3 og einn úr flokki 4. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn í dag. Ísland er í flokki 2 og getur ekki dregist gegn liði úr þeim flokki. Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla, og komast efstu tvö lið hvers riðils í 8-liða úrslit.Vísir/UEFA Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Hildur Antonsdóttir og Diljá Ýr Zomers verða væntanlega í EM-hópnum næsta sumar og Vísir fékk þær til að setja hver um sig saman óskariðil sem og martraðarriðil, en það ræðst svo síðar í dag hvernig riðill Íslands mun líta út og þá hvort þeim verður að ósk sinni. Ljóst er að þær vilja helst gestgjafa Sviss úr efsta flokki en óttast mest, skiljanlega, heimsmeistara Spánar Ísland mun hins vegar sleppa við ríkjandi Evrópumeistara Englands sem eru í sama styrkleikaflokki og stelpurnar okkar. Glódís: Gaman að spila opnunarleikinn Draumariðill væri Sviss, Belgía og Wales. Það væri gaman að spila opnunarleikinn við Sviss og sleppa við stóru liðin úr þriðja styrkleikaflokki. Martraðarriðill væri þá Spánn, Holland og Finnland eða Portúgal. Heimsmeistarar, fyrrverandi Evrópumeistarar og svo lið sem við höfum átt í erfiðleikum með undanfarið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir stigu léttan dans þegar Ísland hafði tryggt sig inn á EM, fimmta skiptið í röð.vísir/Anton Karólína: Spánn með þær bestu og Portúgal vanmetið Draumur: Sviss sem slakasta liðið úr potti 1. Belgía því við mættum þeim á síðasta EM og það var skemmtilegt að spila við þær. Finnland því það væri gaman að mæta einu af Norðurlöndunum. Við erum í góðum séns ef við mætum þeim á góðum degi. Martröð: Spánn því þær eru rugl góðar, með bestu leikmenn heims innanborðs. Holland því það er frábært lið með marga spennandi leikmenn. Portúgal því það er mjög vanmetið lið og erfitt að spila við þær. Hildur Antonsdóttir fagnaði vel með Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir mark þeirrar síðarnefndu gegn Þjóðverjum í sumar.vísir/Anton Hildur: Belgía hentar okkur Draumur: Sviss því það er stemming að vera í sama riðli og heimaþjóðin og samkvæmt FIFA-listanum eru þær mun neðar en hin þrjú liðin. Belgía hentar okkar leikstíl svo það væri best að spila á móti þeim, og svo eru nokkrar stelpur þar sem voru með mér í Fortuna Sittard svo það væri gaman að mæta þeim. Wales því okkur hefur gengið ágætlega á móti þeim síðasta árið svo held það væri best að fá þær. Martröð: Spánn. Mjög vel spilandi lið sem inniheldur nokkra af bestu leikmönnum heims. Væri erfitt að mæta þeim en gaman. Svíþjóð því Svíar standa sig alltaf vel á stórmótum. Þær eru mjög sterkar í föstum leikatriðinum en við erum það líka svo þetta yrði áhugaverður leikur. Portúgal því þær eru frekar líkar Spáni sem lið, margir hæfileikaríkir leikmenn og liðið vel spilandi. Diljá Ýr Zomers með boltann í sigrinum magnaða gegn Þýskalandi í sumar.vísir/Anton Diljá: Til í leik við föðurþjóðina Allt væri draumadráttur þar sem það væri draumur að fá að spila leik á EM. En ef ég ætti að velja draumadrátt fyrir riðil á EM þá væri það Sviss, unnum þær í fyrra og eigum að geta gert það aftur, svo væri það Belgía þar sem það væri gaman að mæta liðsfélögum, og Wales þar sem við unnum einnig tvo góða sigra á móti þeim í fyrra. Martraðardráttur væri svo Spánn (væri samt draumur samt að mæta besta liði heims) en svo myndi ég segja Holland eða Svíþjóð. Það eru bæði vel spilandi lið með mjög góða einstaklinga en væri samt gaman að mæta Hollandi þar sem ég er hálfhollensk [innsk.: pabbi Diljár er hollenskur] og á fjölskyldu og vini þar. Sama með Svíþjóð, væri einnig gaman að spila við þær þar sem ég myndi þá mæta mörgum gömlum liðsfélögum. Svo væri það Pólland, þegar Eva Pajor er heit þá eru þær erfiðar og myndu 100% vilja hefna fyrir töpin fyrr á árinu.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira