Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 15:31 Vituð ér enn - eða hvat? Grímur Grímsson leggur hér við hlustir. Vísir/Vilhelm Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. „Það er mjög gaman að kynnast starfsfólki þingsins og hvernig starfið er sett í skorður hér. Þetta er í föstum skorðum og áhugavert að kynnast því,“ sagði Grímur Grímsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, sem var í þinghúsinu í dag. Hann segist spenntur að byrja starf sitt, þar sem hlutirnir fari nokkuð rólega af stað á meðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standa í stjórnarmyndunarviðræðum. Nýliðadagurinn sé því ákveðinn bautasteinn á vegferð nýkjörinna þingmanna. Byrjað á föstudeginum þrettánda Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, sagði að sér litist vel á fyrsta daginn. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að taka þátt á þessum vettvangi, og gaman að byrja á föstudeginum þrettánda. Ég treysti því að það verði fyrir því að við séum að stíga inn í góða tíma,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund var hress og kát á nýliðadeginum.Vísir/Vilhelm Hún sagði um stóran hóp nýliða að ræða, en sagðist eiga von á góðri samvinnu á þingi. Hún er eini nýliðinn í fimm manna þingflokki Framsóknar, sem er nú minnsti flokkurinn á þingi. Fer varlega í mötuneytið Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, var upplitsdjarfur á fyrsta degi. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mjög spennandi að koma inn á þennan vettvang og sjá allt sem verið er að gera hér á þingi. Það verður spennandi að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Enn sem komið væri hefði ekkert komið honum á óvart, en hann ætti eftir að kynnast mörgu. „Ég er búinn að smakka matinn, og hingað til hefur hann verið alveg meiriháttar. Ég hef pínu áhyggjur af því, maður þarf að gæta hófs þar og ég mun reyna það,“ sagði Kristján glaður í bragði. Nýr inn í annað sinn Karl Gauti Hjaltason, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, var mættur á nýliðadaginn. Hann er þó ekki glænýr á þingi, en hann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017. Síðar á kjörtímabilinu skipti hann yfir í Miðflokkinn. Hann var ekki á þingi frá 2021 til loka síðasta kjörtímabils, og kemur því nýr inn á þing í annað sinn. Karl Gauti Hjaltason kemur nýr inn á þing, en samt ekki.Vísir/Vilhelm „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef nú verið hér áður en þetta er alltaf jafn spennandi og gaman,“ sagði Karl Gauti. Hann sagði gaman að fá nýtt fólk inn, en reynsla væri ekki síður mikils virði. „Við erum líka með fullt af reyndu fólki,“ sagði Karl Gauti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í þinghúsinu í dag. Nýir Alþingismenn streyma hér niður tröppur þinghússins.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm Arna Lára Jónsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir skoða eitthvað sniðugt. Þær eru báðar í Samfylkingunni.Vísir/Vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kemur úr borgarstjórnarflokki Flokks fólksins yfir í þingliðið.Vísir/Vilhelm Snorri Másson er einn nýrra þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson í Viðreisn er yngsti þingmaður þessa kjörtímabils.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Það er mjög gaman að kynnast starfsfólki þingsins og hvernig starfið er sett í skorður hér. Þetta er í föstum skorðum og áhugavert að kynnast því,“ sagði Grímur Grímsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, sem var í þinghúsinu í dag. Hann segist spenntur að byrja starf sitt, þar sem hlutirnir fari nokkuð rólega af stað á meðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standa í stjórnarmyndunarviðræðum. Nýliðadagurinn sé því ákveðinn bautasteinn á vegferð nýkjörinna þingmanna. Byrjað á föstudeginum þrettánda Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, sagði að sér litist vel á fyrsta daginn. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að taka þátt á þessum vettvangi, og gaman að byrja á föstudeginum þrettánda. Ég treysti því að það verði fyrir því að við séum að stíga inn í góða tíma,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund var hress og kát á nýliðadeginum.Vísir/Vilhelm Hún sagði um stóran hóp nýliða að ræða, en sagðist eiga von á góðri samvinnu á þingi. Hún er eini nýliðinn í fimm manna þingflokki Framsóknar, sem er nú minnsti flokkurinn á þingi. Fer varlega í mötuneytið Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, var upplitsdjarfur á fyrsta degi. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mjög spennandi að koma inn á þennan vettvang og sjá allt sem verið er að gera hér á þingi. Það verður spennandi að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Enn sem komið væri hefði ekkert komið honum á óvart, en hann ætti eftir að kynnast mörgu. „Ég er búinn að smakka matinn, og hingað til hefur hann verið alveg meiriháttar. Ég hef pínu áhyggjur af því, maður þarf að gæta hófs þar og ég mun reyna það,“ sagði Kristján glaður í bragði. Nýr inn í annað sinn Karl Gauti Hjaltason, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, var mættur á nýliðadaginn. Hann er þó ekki glænýr á þingi, en hann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017. Síðar á kjörtímabilinu skipti hann yfir í Miðflokkinn. Hann var ekki á þingi frá 2021 til loka síðasta kjörtímabils, og kemur því nýr inn á þing í annað sinn. Karl Gauti Hjaltason kemur nýr inn á þing, en samt ekki.Vísir/Vilhelm „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef nú verið hér áður en þetta er alltaf jafn spennandi og gaman,“ sagði Karl Gauti. Hann sagði gaman að fá nýtt fólk inn, en reynsla væri ekki síður mikils virði. „Við erum líka með fullt af reyndu fólki,“ sagði Karl Gauti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í þinghúsinu í dag. Nýir Alþingismenn streyma hér niður tröppur þinghússins.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm Arna Lára Jónsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir skoða eitthvað sniðugt. Þær eru báðar í Samfylkingunni.Vísir/Vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kemur úr borgarstjórnarflokki Flokks fólksins yfir í þingliðið.Vísir/Vilhelm Snorri Másson er einn nýrra þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson í Viðreisn er yngsti þingmaður þessa kjörtímabils.Vísir/Vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira