Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 14:46 Húsið á Álfabakka 2 er gríðarstórt, og nálægt íbúðablokk. vísir/bjarni Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. Í fyrradag var rætt við íbúa í fjölbýlishúss í Breiðholti sem lýsti raunum sínum af framkvæmdum sem staðið hafa yfir fyrir utan stofugluggann hennar. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Félagið sem stendur að framkvæmdunum er Álfabakki 2 ehf. Í tilkynningu félagsins segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að reisa mannvirki sem komi til með að hýsa þjónustutengda starfsemi. Félagið sé og verði eini eigandi húsnæðisins að framkvæmdum loknum. Allt verið staðfest af borginni „Í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga um framkvæmdina er nauðsynlegt að árétta að þær framkvæmdir sem nú er staðið að eru í einu og öllu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið út. Fulltrúar félagsins unnu náið að undirbúningi framkvæmdanna með þartilbærum yfirvöldum borgarinnar og þess gætt í einu og öllu að farið væri eftir tilmælum og vilja borgaryfirvalda. Allar teikningar hafa þannig verið staðfestar af hálfu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá hafi fyrra deiliskipulag gert ráð fyrir allt að 17 þúsund fermetra byggingarmagni ofanjarðar á þeim lóðum sem nú eru Álfabakki 2. Óskuðu eftir að dregið yrði úr leyfilegu magni „Félagið hefur samkvæmt gildandi lóðarúthlutun heimild til þess að reisa allt að 15.000 fm byggingu ofan jarðar á lóðinni. Félagið óskaði sérstaklega eftir því að breyting yrði gerð á deiliskipulagi þannig að heimilað byggingarmagn yrði fært niður í 11.500 fm sem jafngildir stærð þess mannvirkis sem nú er svo til risið á lóðinni. Ekki var fallist á þá beiðni af hálfu borgaryfirvalda. Greiðslur félagsins fyrir byggingarréttinn tóku þannig mið af 15.000 fm byggingu ofan jarðar þó svo að hún sé um 3.500 fm minni en það.“ Þær breytingar á deiliskipulagi sem framkvæmdir við Álfabakka 2 byggja á hafi farið af hálfu Reykjavíkurborgar í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli. „Það skal jafnframt sérstaklega áréttað að leigutaki Álfabakka 2, Hagar ehf, ber enga ábyrgð á byggingarframkvæmdinni né heldur er leigutaki eigandi byggingarinnar. Fulltrúar félagsins vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá uppbyggingu að Álfabakka 2 með það að leiðarljósi að húsnæðið og lóð þess verði öllum til sóma,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
Í fyrradag var rætt við íbúa í fjölbýlishúss í Breiðholti sem lýsti raunum sínum af framkvæmdum sem staðið hafa yfir fyrir utan stofugluggann hennar. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Félagið sem stendur að framkvæmdunum er Álfabakki 2 ehf. Í tilkynningu félagsins segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að reisa mannvirki sem komi til með að hýsa þjónustutengda starfsemi. Félagið sé og verði eini eigandi húsnæðisins að framkvæmdum loknum. Allt verið staðfest af borginni „Í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga um framkvæmdina er nauðsynlegt að árétta að þær framkvæmdir sem nú er staðið að eru í einu og öllu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið út. Fulltrúar félagsins unnu náið að undirbúningi framkvæmdanna með þartilbærum yfirvöldum borgarinnar og þess gætt í einu og öllu að farið væri eftir tilmælum og vilja borgaryfirvalda. Allar teikningar hafa þannig verið staðfestar af hálfu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá hafi fyrra deiliskipulag gert ráð fyrir allt að 17 þúsund fermetra byggingarmagni ofanjarðar á þeim lóðum sem nú eru Álfabakki 2. Óskuðu eftir að dregið yrði úr leyfilegu magni „Félagið hefur samkvæmt gildandi lóðarúthlutun heimild til þess að reisa allt að 15.000 fm byggingu ofan jarðar á lóðinni. Félagið óskaði sérstaklega eftir því að breyting yrði gerð á deiliskipulagi þannig að heimilað byggingarmagn yrði fært niður í 11.500 fm sem jafngildir stærð þess mannvirkis sem nú er svo til risið á lóðinni. Ekki var fallist á þá beiðni af hálfu borgaryfirvalda. Greiðslur félagsins fyrir byggingarréttinn tóku þannig mið af 15.000 fm byggingu ofan jarðar þó svo að hún sé um 3.500 fm minni en það.“ Þær breytingar á deiliskipulagi sem framkvæmdir við Álfabakka 2 byggja á hafi farið af hálfu Reykjavíkurborgar í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli. „Það skal jafnframt sérstaklega áréttað að leigutaki Álfabakka 2, Hagar ehf, ber enga ábyrgð á byggingarframkvæmdinni né heldur er leigutaki eigandi byggingarinnar. Fulltrúar félagsins vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá uppbyggingu að Álfabakka 2 með það að leiðarljósi að húsnæðið og lóð þess verði öllum til sóma,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03