„Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. desember 2024 10:02 Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils, er ekki frá því að hann hafi verið einna líkastur Hurðaskelli á árum áður. En síðan sneri hann við blaðinu í sínu lífi og segist frekar líkjast Skyrgámi í dag. Vísir/Vilhelm Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt í kringum sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja á því að ná mér í kaffi, svo hlusta ég á morgunbænina og orð dagsins á Rás 1 meðan ég drekk fyrsta kaffibollann. Gott að byrja daginn á þessu áður en maður fer í símann og allt sem því fylgir. Aðra hvora viku er ég síðan með yngstu stelpuna mína sem er átta ára, þá fer maður í að koma henni á fætur og græja morgunmat og nesti fyrir daginn. Við erum líka með hund sem þarf að komast í morgungönguna sína.“ Hvaða jólasveini líkist þú mest? Skooo ætli ég hafi ekki verið soldill Hurðaskellir á árum áður, það gátu verið læti í manni. En í dag eftir að maður sneri blaðinu við myndi ég segja að ég finni mestu tenginguna við Skyrgám, enda skyr með bláberjum og rjóma eitt það besta sem ég fæ.“ Daníel viðurkennir að vera ekki sá skipulagðasti. Stundum tekur hann niður bókanir fyrir verkstæðið á ferðinni og þá er hætta á að verði yfirflæði því það gleymist að skrá inn í dagbókina á verkstæðinu. Þetta sé þó til bóta því eftir áramót verði hægt að bóka á á verkstæðinu í gegnum Noona. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Helstu verkefni líðandi stundar myndi ég segja að væru nokkur. Ég æfi Cross Fit og Hyrox af krafti og er búinn að skrá mig í Hyrox keppni í Köln í apríl, þannig maður er að æfa fimm til sex sinnum í viku. Svo er CrossFit open eftir áramót líka en gaman að segja frá því að ég náði inn í Quarterfinals seinast í mínum aldursflokk. Síðan er stefnan tekin á PuffinRun í Vestmannaeyjum næsta sumar, Hengil Ultra og Laugarvegshlaupið, þessi náttúruhlaup eru að koma sterk inn hjá mér en ég prufaði það í fyrsta skipti seinasta sumar og tók 26km í Henglinum. Þetta er ótrúlega gaman og maður er farinn að æfa fyrir þetta. Síðan var verið að bjóða mér að vera með í spennandi verkefni sem tengist því að aðstoða fanga sem hafa áhuga á að snúa við blaðinu, að finna réttu leiðina til þess. Ég hef reynslu á því sviði og langar að nýta hana til að hjálpa öðrum að öðlast betra líf í Frelsi. Síðast en ekki síst erum við hjá Hemli að fara af stað með nýtt konsept á verkstæðinu, en það er að vera með hemlaviðgerðir á föstum verðum, miðað við stærð bíla og verð á varahlutum. Það er kominn linkur inná Noona appið með fyrstu drögum að þessum tilboðum og bindum við vonir um að þetta eigi eftir að verða vinsælt. Unga fólkið kann að meta þetta og vonandi hinir líka.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki sá skipulagðasti, ég nota notes í símanum mínum mikið. Skrifa bókanir niður í dagbók á verkstæðinu og nota minnismiða. Stundum bókar maður bíla í viðgerð á ferðinni og gleymir að færa þá inn í dagbókina á verkstæðinu og þá verður yfirflæði, það leysum við með jákvæðni sem er sennilega minn helsti kostur og ótrúlegum dugnaði og eljusemi. Annars stendur þetta til bóta á nýju ári með nýju bókunarkerfi sem við erum að taka í notkun um áramót. Noona appið kemur líka sterkt inn þarna.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer alltaf að sofa rúmlega ellefu á kvöldin á virkum dögum. Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03 „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02 Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna. 23. nóvember 2024 10:01 „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06 Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt í kringum sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja á því að ná mér í kaffi, svo hlusta ég á morgunbænina og orð dagsins á Rás 1 meðan ég drekk fyrsta kaffibollann. Gott að byrja daginn á þessu áður en maður fer í símann og allt sem því fylgir. Aðra hvora viku er ég síðan með yngstu stelpuna mína sem er átta ára, þá fer maður í að koma henni á fætur og græja morgunmat og nesti fyrir daginn. Við erum líka með hund sem þarf að komast í morgungönguna sína.“ Hvaða jólasveini líkist þú mest? Skooo ætli ég hafi ekki verið soldill Hurðaskellir á árum áður, það gátu verið læti í manni. En í dag eftir að maður sneri blaðinu við myndi ég segja að ég finni mestu tenginguna við Skyrgám, enda skyr með bláberjum og rjóma eitt það besta sem ég fæ.“ Daníel viðurkennir að vera ekki sá skipulagðasti. Stundum tekur hann niður bókanir fyrir verkstæðið á ferðinni og þá er hætta á að verði yfirflæði því það gleymist að skrá inn í dagbókina á verkstæðinu. Þetta sé þó til bóta því eftir áramót verði hægt að bóka á á verkstæðinu í gegnum Noona. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Helstu verkefni líðandi stundar myndi ég segja að væru nokkur. Ég æfi Cross Fit og Hyrox af krafti og er búinn að skrá mig í Hyrox keppni í Köln í apríl, þannig maður er að æfa fimm til sex sinnum í viku. Svo er CrossFit open eftir áramót líka en gaman að segja frá því að ég náði inn í Quarterfinals seinast í mínum aldursflokk. Síðan er stefnan tekin á PuffinRun í Vestmannaeyjum næsta sumar, Hengil Ultra og Laugarvegshlaupið, þessi náttúruhlaup eru að koma sterk inn hjá mér en ég prufaði það í fyrsta skipti seinasta sumar og tók 26km í Henglinum. Þetta er ótrúlega gaman og maður er farinn að æfa fyrir þetta. Síðan var verið að bjóða mér að vera með í spennandi verkefni sem tengist því að aðstoða fanga sem hafa áhuga á að snúa við blaðinu, að finna réttu leiðina til þess. Ég hef reynslu á því sviði og langar að nýta hana til að hjálpa öðrum að öðlast betra líf í Frelsi. Síðast en ekki síst erum við hjá Hemli að fara af stað með nýtt konsept á verkstæðinu, en það er að vera með hemlaviðgerðir á föstum verðum, miðað við stærð bíla og verð á varahlutum. Það er kominn linkur inná Noona appið með fyrstu drögum að þessum tilboðum og bindum við vonir um að þetta eigi eftir að verða vinsælt. Unga fólkið kann að meta þetta og vonandi hinir líka.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki sá skipulagðasti, ég nota notes í símanum mínum mikið. Skrifa bókanir niður í dagbók á verkstæðinu og nota minnismiða. Stundum bókar maður bíla í viðgerð á ferðinni og gleymir að færa þá inn í dagbókina á verkstæðinu og þá verður yfirflæði, það leysum við með jákvæðni sem er sennilega minn helsti kostur og ótrúlegum dugnaði og eljusemi. Annars stendur þetta til bóta á nýju ári með nýju bókunarkerfi sem við erum að taka í notkun um áramót. Noona appið kemur líka sterkt inn þarna.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer alltaf að sofa rúmlega ellefu á kvöldin á virkum dögum. Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03 „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02 Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna. 23. nóvember 2024 10:01 „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06 Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03
„Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02
Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna. 23. nóvember 2024 10:01
„Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06
Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01