Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 23:01 Patrick Drewes fékk kveikjara í höfuðið. Vísir/Getty Gera þurfti langt hlé á leik Union Berlin og Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að aðskotahlut var kastað í markvörð Bochum. Þegar leikmenn sneru aftur á völlinn létu þeir leikinn fjara út án þess að reyna að skora. Komið var fram í uppbótartíma í leik Union Berlin og Bochum í dag þegar stuðningsmenn Berlínarliðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. Einn þeirra endaði í höfðinu á Patrick Drewes markverði Bochum og var læknateymi Bochum strax kallað inn á völlinn. Drewes virtist vankaður þegar hann gekk til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðanna en gert var tuttugu mínútna hlé á leiknum til að ákveða hvort halda ætti leik áfram. hier mal das Attentat... pic.twitter.com/bsONN5o2Wa— UnionBerlinPins (@UnionBerlinPins) December 14, 2024 Þegar liðin sneru aftur á völlinn fór útileikmaðurinn Philipp Hofmann í markið hjá Bochum sem var búið að framkvæma allar sínar skiptingar og gat því ekki skipt inn varamarkverði. Liðin höfðu hins vegar sannmælst um að láta þrjár mínúturnar sem eftir voru líða án þess að sækja á mark andstæðinganna. Leikmennirnir sendu boltann sín á milli og spjölluðu við andstæðingana á meðan tíminn leið og fjaraði leikurinn því einfaldlega út. „Þjálfarinn okkar og þjálfarinn þeirra, þeir ræddu þetta og þjálfarinn okkar sagði okkur að við ættum bara að fara út á völl og klára leikinn. Það var það sem við gerðum,“ sagði Hoffman í viðtali við Sky eftir leik. Sökudólgurinn handsamaður Hann gaf í skyn að fleiri en einum hlut hefði verið kastað í markvörðinn Drewes. „Þetta er óásættanlegt. Það skiptir engu máli hversu fast var kastað eða hvort það blæddi úr honum. Þetta er ekki viðeigandi.“ Lið Union Berlin verður refsað vegna atviksins og svo gæti farið að Bochum yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Félagið tilkynnti eftir leik að lögregla hefði handsamað þann sem talinn er hafa kastað aðskotahlutnum í Drewes. Þýski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Komið var fram í uppbótartíma í leik Union Berlin og Bochum í dag þegar stuðningsmenn Berlínarliðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. Einn þeirra endaði í höfðinu á Patrick Drewes markverði Bochum og var læknateymi Bochum strax kallað inn á völlinn. Drewes virtist vankaður þegar hann gekk til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðanna en gert var tuttugu mínútna hlé á leiknum til að ákveða hvort halda ætti leik áfram. hier mal das Attentat... pic.twitter.com/bsONN5o2Wa— UnionBerlinPins (@UnionBerlinPins) December 14, 2024 Þegar liðin sneru aftur á völlinn fór útileikmaðurinn Philipp Hofmann í markið hjá Bochum sem var búið að framkvæma allar sínar skiptingar og gat því ekki skipt inn varamarkverði. Liðin höfðu hins vegar sannmælst um að láta þrjár mínúturnar sem eftir voru líða án þess að sækja á mark andstæðinganna. Leikmennirnir sendu boltann sín á milli og spjölluðu við andstæðingana á meðan tíminn leið og fjaraði leikurinn því einfaldlega út. „Þjálfarinn okkar og þjálfarinn þeirra, þeir ræddu þetta og þjálfarinn okkar sagði okkur að við ættum bara að fara út á völl og klára leikinn. Það var það sem við gerðum,“ sagði Hoffman í viðtali við Sky eftir leik. Sökudólgurinn handsamaður Hann gaf í skyn að fleiri en einum hlut hefði verið kastað í markvörðinn Drewes. „Þetta er óásættanlegt. Það skiptir engu máli hversu fast var kastað eða hvort það blæddi úr honum. Þetta er ekki viðeigandi.“ Lið Union Berlin verður refsað vegna atviksins og svo gæti farið að Bochum yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Félagið tilkynnti eftir leik að lögregla hefði handsamað þann sem talinn er hafa kastað aðskotahlutnum í Drewes.
Þýski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira