Enski boltinn

Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heima­velli

Sindri Sverrisson skrifar
Ismaila Sarr fagnar marki gegn Brighton í dag en hann skoraði tvö.
Ismaila Sarr fagnar marki gegn Brighton í dag en hann skoraði tvö. Getty/Alex Pantling

Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að vinna Brighton á heimavelli Brighton-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, 1-3.

Senegalinn Ismaila Sarr var áberandi í sigrinum en hann átti stoðsendingu í fyrsta markinu, sem Trevoh Chalobah skoraði, og skoraði svo hin tvö mörkin.

Staðan var 2-0 í hálfleik og Sarr skoraði svo seinna mark sitt á 82. mínútu. Brighton minnkaði muninn undir lokin, þegar Marc Guehi skoraði sjálfsmark, en engum leikmanna Brighton tókst að finna leiðina framhjá Dean Henderson sem átti frábæran leik í marki Palace.

Brighton er því í 9. sæti með 24 stig en Palace komið með 16 stig í 15. sæti, í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×