Körfubolti

Troðslur á­berandi í til­þrifum vikunnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stjörnumaðurinn Orri Gunnarsson átti ein af tilþrifum vikunnar.
Stjörnumaðurinn Orri Gunnarsson átti ein af tilþrifum vikunnar. Vísir/Anton Brink

Farið var yfir tilþrif 10. umferðar Bónus-deildar karla í þættinum Bónus Körfuboltakvöld á föstudaginn. Dómari í leik Hattar og ÍR átti þar toppsætið.

Stefán Árni Pálsson, Jón Halldór Eðvaldsson og Sævar Sævarsson sáu um spjallið í þættinum Bónus Körfuboltakvöld á föstudaginn þar sem farið var yfir allt það helsta í 10. umferð Bónus-deildarinnar.

Líkt og vanalega voru tilþrif umferðarinnar sýnd og þar kenndi ýmissa grasa. Mikið var um glæsilegar troðslur og lentu leikmenn í því að troðið var yfir þá með tilþrifum.

Jaka Brodnik og Marreon Jackson sýndu frábær tilþrif en dómari í leik Hattar og ÍR sýndi sömuleiðis frábæra takta á vellinum sem vöktu athygli Stefáns Árna og félaga.

Öll tilþrif vikunnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Tilþrif 10. umferðar í Bónus-deildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×