Enski boltinn

Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur til­boðum frá Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trent Alexander-Arnold hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Liverpool.
Trent Alexander-Arnold hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Liverpool. getty/MI News

Framtíð Trents Alexander-Arnold hjá Liverpool er í óvissu en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Samkvæmt spænska blaðinu Marca hefur Alexander-Arnold hafnað þremur samningstilboðum frá Liverpool. Enska félagið er þó enn bjartsýnt á að hann framlengi samning sinn við það.

Ef Alexander-Arnold verður ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool í næsta mánuði mega erlend lið byrja að ræða við hann.

Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid.

Auk Alexanders-Arnold renna samningar Virgils van Dijk og Mohameds Salah út eftir tímabilið.

Alexander-Arnold, sem er 26 ára, hefur leikið með Liverpool allan sinn feril. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Rauða hernum, meðal annars Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×