Innlent

Sagðist vera vopnaður og ruddist inn

Árni Sæberg skrifar
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna innbrota í heimahús.
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna innbrota í heimahús. Vísir/Vilhelm

Lögregla sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem hafði sagst vera vopnaður og ruðst inn í íbúð. Hann var handtekinn í íbúðinni en reyndist óvopnaður.

Í dagbókarfærslu lögreglu segir að maðurinn hafi ruðst inn í íbúð í umdæmi lögreglunnar á Vínlandsleið, sem heldur uppi lögum og reglu í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ. Málið sé nú í rannsókn.

Þá segir frá því að lögregla hafi verið kölluð til vegna innbrots í heimahús í umdæmi lögreglunnar á Hverfisgötu. Þar hafi munum verið stolið en þjófurinn fundist skömmu síðar og hann handtekinn.

Loks segir frá því að tilkynnt hafi verið um umferðaróhapp þar sem ökumaður hefði misst stjórn á bifreið sinni og endað á ljósastaur. Ekki sé talið að nokkrum hafi orðið meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×