Sport

Dómari borinn af velli eftir að hafa fengið bolta í höfuðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex Thomas fékk bolta í höfuðið í leik Ampthill og Hartpury.
Alex Thomas fékk bolta í höfuðið í leik Ampthill og Hartpury. getty/Harry Murphy

Leik í RFU deildinni í rugby var hætt eftir að dómari fékk bolta í höfuðið. Hann var borinn af velli.

Á 28. mínútu í leik Ampthill og Hartpury fékk dómarinn Alex Thomas boltann í höfuðið og lá eftir.

Hugað var að Thomas á vellinum áður en hann var borinn út af. Nokkrum mínútum síðar var ákveðið að fresta leiknum.

„Hugur okkar er hjá Alex og að hann nái sér sem fyrst. Við skiljum að það séu vonbrigði fyrir stuðningsmennina sem ferðuðust í leikinn en heilsa leikmanna og dómara er í fyrsta sæti,“ sagði í tilkynningu frá Ampthill.

Hartpury var 14-0 yfir þegar leiknum í gær var hætt. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður leikinn aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×