Fótbolti

Höfuðkúpu­braut fót­bolta­mann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Guido Burgstaller spilar ekki á næstunni með liði Rapid Vín eftir þessa skelfilegu árás.
 Guido Burgstaller spilar ekki á næstunni með liði Rapid Vín eftir þessa skelfilegu árás. Getty/Christian Bruna

Leikmaður austurríska félagsins Rapid Vín varð fyrir árás um helgina og slasaðist mjög illa.

Félagið segir að Guido Burgstaller hafi höfuðkúpubrotnað í árásinni.

Burgstaller slasaðist mjög illa á höfði og það var því ekki aðeins þetta höfuðkúpubrot þó að það hafi verið það alvarlegasta í meiðslum hans.

Ónefndur maður réðst á Burgstaller í miðborg Vínar. Hrinti honum í jörðina og réðst á hann en fjölmörg vitni voru af árásinni.

Burgstaller hefur spilað 26 landsleiki fyrir austurríska landsliðið.

Rapid Vín segir að leikmaðurinn þurfi að eyða næstu dögum á sjúkrahúsi og það sé ólíkt að hann spili aftur fótbolta fyrr en eftir nokkra mánuði.

Félagið gaf ekki frekari upplýsingar um atvikið og segir að það vilji virða einkalíf Burgstaller og fjölskyldu hans. Forráðamenn félagsins treysta því að lögreglan finni ofbeldismanninn og að réttlætið sigri að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×