Erlent

Rúss­neskur hers­höfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sprengjunni virðist hafa verið komið fyrir í litlu mótorhjóli sem hafði verið lagt við inngang blokkarinnar.
Sprengjunni virðist hafa verið komið fyrir í litlu mótorhjóli sem hafði verið lagt við inngang blokkarinnar. AP Photo

Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni.

Kirillov fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar en í gær gáfu Úkraínumenn út ákæru gegn honum þar sem hann er sakaður um stríðsglæpi fyrir að hafa fyrirskipað notkun á ólöglegum efnavopnum í stríðinu í Úkraínu. 

Leyniþjónusta Úkraínumanna staðhæfir að Rússar hafi notað efnavopn í Úkraínu í að minnsta kosti fimm þúsund skipti, og að Kirillov hafi gefið grænt ljóst á notkun þeirra. Um tvö þúsund úkraínskir hermenn eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir slíkar árásir og tveir eru sagðir hafa látist. Áður en ákæran hafði verið gefin út höfðu vestræn ríki þegar sett hann á lista þeirra sem beittir hafa verið efnahagsþvingunum, vegna þáttöku hans í hinum meinta efnavopnahernaði.

Kirillov var í gær ákærður fyrir stríðsglæpi í Úkraínu fyrir að fyrirskipa notkun ólöglegra efnavopna.AP

Hershöfðinginn var að koma út úr húsi í morgun þegar sprengja sem falin var í litlu mótorhjóli sem hafði verið lagt við innganginn sprakk með þeim afleiðingum að hann lét samstundis lífið og aðstoðarmaður hans einnig.


Tengdar fréttir

Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu

Rússneski herinn skaut í morgun nærri því hundrað eldflaugum og rúmlega tvö hundruð drónum að Úkraínu. Árásin beindist að miklu leyti að orkuinnviðum ríkisins, eins og svo margar árásir hafa gert áður, en þessi þykir hafa verið einstaklega umfangsmikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×