Kirillov fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar en í gær gáfu Úkraínumenn út ákæru gegn honum þar sem hann er sakaður um stríðsglæpi fyrir að hafa fyrirskipað notkun á ólöglegum efnavopnum í stríðinu í Úkraínu.
Leyniþjónusta Úkraínumanna staðhæfir að Rússar hafi notað efnavopn í Úkraínu í að minnsta kosti fimm þúsund skipti, og að Kirillov hafi gefið grænt ljóst á notkun þeirra. Um tvö þúsund úkraínskir hermenn eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir slíkar árásir og tveir eru sagðir hafa látist. Áður en ákæran hafði verið gefin út höfðu vestræn ríki þegar sett hann á lista þeirra sem beittir hafa verið efnahagsþvingunum, vegna þáttöku hans í hinum meinta efnavopnahernaði.

Hershöfðinginn var að koma út úr húsi í morgun þegar sprengja sem falin var í litlu mótorhjóli sem hafði verið lagt við innganginn sprakk með þeim afleiðingum að hann lét samstundis lífið og aðstoðarmaður hans einnig.