Innlent

Sendu Europol á­bendingu um hatur­sorðræðu á ís­lenskum síðum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Greiningardeild ríkislögreglustjóra tók þátt í átakinu.
Greiningardeild ríkislögreglustjóra tók þátt í átakinu. Vísir/Vilhelm

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra sendi ábendingu til Europol í tengslum við átak gegn hatursorðræðu. Ábendingin beindist að íslenskum síðum á samfélagsmiðlum.

Í tilkynningu á vef evrópulögreglunnar Europol kemur fram að embættið hafi stutt 18 evrópsk lögregluembætti í átaki gegn hatursorðæðu sem beindist að þjóðernis- og trúarhópum. Átakið, sem leitt var af spænskum og ungverskum lögregluyfirvöldum, hafi skilað sér í mesta magni efnis sem borin hafi verið kennsl á í einni atrennu.

Báru kennsl á metmagn efnis

Alls tóku 12 ríki þátt í verkefninu, og safnaði 6.350 hlekkjum á 46 síður á samfélagsmiðlum og 20 vefsíðum þar sem verið var að hvetja til ofbeldis eða hatursorðræða var viðhöfð gegn þjóðernis- eða trúarhópum. 

„Þar á meðal er efni sem var framleitt eða dreift af samtökum, einstaklingum eða hópum sem innihélt ólöglega hatursorðræðu, til að mynda gegn gyðingun, auk efnis þar sem hvatt var til ofbeldisfullra hryðjuverkaárása gegn þjóðernisð- eða trúarhópum, eða þeim fagnað. Lögregluyfirvöld hafa merkt aukna skautun á netinu, sérstaklega eftir 7. október 2023,“ segir í tilkynningunni. 

Íslenskar síður á samfélagsmiðlum

Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra að embættið hafi komið að átakinu.

„Greiningardeild ríkislögreglustjóra sendi inn ábendingu til Europol í tengslum við átakið. Ábendingin beindist að íslenskum síðum á samfélagsmiðlum þar sem greiningardeild mat það svo að þar færi mögulega fram hatursorðræða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×