Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 12:01 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Nú er hægt að borga með korti, síma, úri eða öðrum snjalllausnum í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar greiða aldrei fyrir fleiri en þrjár ferðir sama daginn. Framkvæmdastjóri segir lykilatrið að nota alltaf sama kortið svo það virki. Fargjaldið kostar 650 krónur og er hægt að greiða með ýmsum snjalltækjum og korti. Fargjaldið gildir í 75 mínútur, þannig að ef viðskiptavinur skiptir um vagn og skannar sama kortið á nýjan leik innan þessara 75 mínútna, þá verður ekki rukkað fyrir nýtt fargjald. „Þetta er lausn sem við höfum verið að þróa síðustu ár í þessum bransa, almenningssamgöngum. Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og þetta er loksins orðið að veruleika hér á íslandi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir Íslendinga nokkuð framarlega miðað við aðrar þjóðir. „Við erum önnur höfuðborgin á Norðurlöndum sem tökum þetta í notkun. Þetta er eingöngu í Stokkhólmi í dag.“ Framarlega alþjóðlega Jóhannes segir Breta fremsta í þessu og lausnin hafi farið í notkun í London. Hún sé nú í þróun í fleiri borgum. Greiðsluleiðin er hluti af Klapp greiðslukerfinu. Jóhannes segir lausnina munu henta sérstaklega óreglulegum notendum og erlendum ferðamönnum. „Þetta er mjög einföld og þægileg lausn og þetta er bara stakt fargjald. Það er þannig alls staðar. Þú fellur líka inn í svokallað greiðsluþak. Ef þú notar sama kortið alltaf þá telur hún bara þrisvar sinnum yfir daginn og níu sinnum yfir vikuna.“ Þrjú fargjöld einn og sama daginn eru samtals 1.950 krónur og níu fargjöld 5.850 krónur. Til samanburðar má þess geta að 30 daga kort kostar 10.800. Jóhannes segir snertilausu greiðslurnar komnar til að vera en greiðsluþakið verði til skoðunar. Reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort það henti eins og það er núna eða hvort það þurfi að breyta því. „Við munum skoða það þegar reynsla er komin á það, hvort það sé að nýtast einhverjum eða hvort við þurfum að hnika til fjölda ferða í þessu.“ En þá er bara lykilatriði að nota saman kortið? „Já, það er lykilatriðið, eins og annars staðar, þú verður að nota sama kortið til þess að telja inn í. Þú getur bara borgar eitt fargjald, þannig þú getur til dæmis ekki borgar fyrir tvo með þessari lausn, nema að nota mismunandi kort.“ Sama kortið fyrir greiðsluþakið Jóhannes segir langtímamarkmið með þessu að auka tekjur. „Ef við náum til fleiri ferðamanna, við höfum heyrt óánægju þeirra að það sé flókið að borga í strætó á Íslandi, þá ættu alveg tekjurnar eitthvað að aukast og við vonumst auðvitað til þess að einfaldleikinn hvetji fleiri til að prófa og verða fastir viðskiptavinir. Þá fáum við fleiri farþega inn í strætóinn og þar af leiðandi meiri tekjur.“ Hann segir Strætó alltaf vinna að því að bæta upplýsingagjöf til farþega „Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri skýli með rauntímaupplýsingum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og er það sem er að þróast mest næstu misserin hjá okkur. Svo sjáum við til hvernig greiðsluþakið reynist.“ Samgöngur Neytendur Strætó Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira
Fargjaldið kostar 650 krónur og er hægt að greiða með ýmsum snjalltækjum og korti. Fargjaldið gildir í 75 mínútur, þannig að ef viðskiptavinur skiptir um vagn og skannar sama kortið á nýjan leik innan þessara 75 mínútna, þá verður ekki rukkað fyrir nýtt fargjald. „Þetta er lausn sem við höfum verið að þróa síðustu ár í þessum bransa, almenningssamgöngum. Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og þetta er loksins orðið að veruleika hér á íslandi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir Íslendinga nokkuð framarlega miðað við aðrar þjóðir. „Við erum önnur höfuðborgin á Norðurlöndum sem tökum þetta í notkun. Þetta er eingöngu í Stokkhólmi í dag.“ Framarlega alþjóðlega Jóhannes segir Breta fremsta í þessu og lausnin hafi farið í notkun í London. Hún sé nú í þróun í fleiri borgum. Greiðsluleiðin er hluti af Klapp greiðslukerfinu. Jóhannes segir lausnina munu henta sérstaklega óreglulegum notendum og erlendum ferðamönnum. „Þetta er mjög einföld og þægileg lausn og þetta er bara stakt fargjald. Það er þannig alls staðar. Þú fellur líka inn í svokallað greiðsluþak. Ef þú notar sama kortið alltaf þá telur hún bara þrisvar sinnum yfir daginn og níu sinnum yfir vikuna.“ Þrjú fargjöld einn og sama daginn eru samtals 1.950 krónur og níu fargjöld 5.850 krónur. Til samanburðar má þess geta að 30 daga kort kostar 10.800. Jóhannes segir snertilausu greiðslurnar komnar til að vera en greiðsluþakið verði til skoðunar. Reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort það henti eins og það er núna eða hvort það þurfi að breyta því. „Við munum skoða það þegar reynsla er komin á það, hvort það sé að nýtast einhverjum eða hvort við þurfum að hnika til fjölda ferða í þessu.“ En þá er bara lykilatriði að nota saman kortið? „Já, það er lykilatriðið, eins og annars staðar, þú verður að nota sama kortið til þess að telja inn í. Þú getur bara borgar eitt fargjald, þannig þú getur til dæmis ekki borgar fyrir tvo með þessari lausn, nema að nota mismunandi kort.“ Sama kortið fyrir greiðsluþakið Jóhannes segir langtímamarkmið með þessu að auka tekjur. „Ef við náum til fleiri ferðamanna, við höfum heyrt óánægju þeirra að það sé flókið að borga í strætó á Íslandi, þá ættu alveg tekjurnar eitthvað að aukast og við vonumst auðvitað til þess að einfaldleikinn hvetji fleiri til að prófa og verða fastir viðskiptavinir. Þá fáum við fleiri farþega inn í strætóinn og þar af leiðandi meiri tekjur.“ Hann segir Strætó alltaf vinna að því að bæta upplýsingagjöf til farþega „Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri skýli með rauntímaupplýsingum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og er það sem er að þróast mest næstu misserin hjá okkur. Svo sjáum við til hvernig greiðsluþakið reynist.“
Samgöngur Neytendur Strætó Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira