Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:16 Upphaflega stóð til að framkvæmdir myndu hefjast vorið 2023 ,en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Nú lítur út fyrir að þær hefjist í fyrsta lagi 2031. Vísir/Vilhelm Ekki verður hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar Reykjavíkur fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Upphaflega stóð til að endurbætur hæfust vorið 2023 og átti þeim að vera lokið 2025. Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira