Brúðkaup ársins 2024 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. desember 2024 07:00 Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga, hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024. Besti dagur lífsins heima í stofu Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, gengu í hjónaband við litla og fallega athöfn heima í stofu þann 27. mars. Palli skrifaði einlæga færslu í tilefni dagsins á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti deginum sem þeim besta degi lífs þeirra, fullum af ást og skilyrðislausum kærleika. „Takk, Edgar Antonio Lucena Angarita, ástin í lífi mínu og núna maðurinn minn. Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og akkúrat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri,“ skrifaði Páll Óskar. Páll Óskar og Edgar kynntust í janúar í fyrra í gegnum stefnumótaforritið Gindr, sem má segja að sé Tinder fyrir homma. Sveitabrúðkaup í Hvalfirði Ofurhlaupaparið Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Innri-Hólmskirkju í Hvalfjarðarsveit þann 6. apríl á tíu ára sambandsafmæli þeirra. Að athöfn lokinni óku hjónin í glæsilegri rauðri fornbifreið í veisluna sem fór fram í glæsilega skreyttum Sykursal Grósku. Símona og Sigurjón byrjuðu saman í apríl 2014 eftir að hafa kynnst í ræktinni. Saman eiga þau eina dóttur, Líf sem er fimm ára. Hjónin reka saman líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem kviknaði í bílskúrnum árið 2017, og er óhætt að segja heilsa og líkamrækt liti þeirra daglega líf. Stjörnubrúðkaup á Siglufirði Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, giftu sig við hátíðlega athöfn í Siglufjarðarkirkju þann 15. júní þar sem séra Skúla S. Ólafssyni gaf þau saman. Að athöfn lokinni leiddu Nadine og Snorri skrúðgöngu ásamt lúðrasveitinni að Kaffi rauðku þar sem veislan var haldin en þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Veislustjórar kvöldsins voru þau Þórdís Valsdóttir fjölmiðlakona og Sigurður Ingvarsson leikari sem héldu uppi fjörinu eins og þeim einum er lagið. Hljómsveitin ClubDub og siglfirska bandið Ástarpungarnir lék fyrir dansi, við það braust út alveg svakalegt partý, partý sem fór hálfpartinn úr böndunum eins og það átti að gera. Síðan sá Dj Danni Delux um að halda partýinu gangandi til klukkan þrjú um nóttina. Snorri og Nadine kynntust á fréttagólfinu hjá Stöð 2 þegar þau störfuðu bæði sem fréttamenn en ástin kviknaði á milli þeirra vorið 2022. Saman eiga hjónin einn dreng og eiga von á öðru. Fyrir á Nadine soninn Theodór sem er fimm ára. Lítil og einlæg athöfn Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og Bjarmi Fannar Irmuson gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní við litla og einlæga athöfn. Bjarni er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem blóma- og vöruhönnuður hjá Hæ Blóm og hafa þeir verið par í nokkur ár. Sjá: Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Kom sinni heittelskuðu á óvart Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor, giftu sig við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 17. ágúst síðastliðinn. Hjónin trúlofuðu sig í september 2022, tveimur árum eftir að þau kynntust. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju þar sem vinur hjónanna, Theodór Francis Birgisson, prestur og pararáðgjafi hjá Lausninni, gaf þau saman. Thelma Arngríms Veislan var haldin í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni og sá Viktor Sigurjóns, bróðir brúðgumans, um veislustjórn. Í veislunni kom Rannver sinni heittelskuðu á óvart með því stíga á svið og söng lagið Amazed, flutningur sem vægast sagt hreyfði við gestum og framkallaði nokkur gleðitár. Rakel og Rannver kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. Ástinni fagnað í Iðnó Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomasi Bojanowski gengu í hjónaband við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þann 17 ágúst. Að athöfn lokinni var haldið í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi. Elísabet Blöndal Ólafía og Thomas eiga saman tvo drengi þá Maron Atla sem er fæddur 2021 og Alexander Noel sem fæddist í febrúar á þessu ári. Ólafía, sem er einn fremsti kylfingur sem Íslendingar hafa átt, tilkynnti sumarið 2022 að hún væri hætt í atvinnumennsku í golfi og að hún ætlaði sér að takast á við ný ævintýri. Stórstjörnur og lúðrasveit Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum gengu í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 17. ágúst. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir gaf hjónin saman. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson söng lagið Þegar ég sá þig fyrst og mátti sjá gleðitár blika á hvarmi viðstaddra. Að athöfn lokinni var haldið í Gamla bíói þar sem dýrindis veitingar og skemmtidagskrá tók á móti gestum undir veislustjórn vina brúðhjónanna þeim Fannari Sveinssyni og Kötlu Þorgeirsdóttur. Íris Dögg Stjörnulið íslenska tónlistarmanna stigu á stokk og skemmtu gestum fram eftir kvöldi. Má þar nefna Friðrik Dór, Kristmund Axel, Birni, Herra Hnetusmjör, Stefán Hilmarsson og Eyjólf Kristjánsson. Móðir Teits, Jóna Lárusdóttir flugfreyja, hélt ræðu fyrir brúðhjónin og kom þeim skemmtilega á óvart með tónlistaratriði en hún hafði pantað Lúðrasveit Verkalýðsins sem marseraði inn í salinn og spilaði lagið All you need is love, öllum til mikillar gleði. Fanney og Teitur byrjuðu saman árið 2016 og trúlofuðu sig þann 7. janúar í fyrra. Saman eiga þau tvö börn, Kolbrúnu Önnu sjö ára og Reyni Alex þriggja ára. Draumabrúðkaup og veisla á Grand hótel María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors, skiptastjóri hjá Straumi, gengu í hjónaband við fallega athöfn í Hallgrímskirkju þann 12. október. Brúðguminn sjálfur steig í tvígang á stokk og flutti tvö frumsamin lög á gítar og söng fyrir gesti athafnarinnar sem samin voru beint til brúðarinnar. Elísabet Blöndal Að athöfn lokinni var leiðinni haldið að Háteig, veislusal Grand Hótels í Sigtúni þar sem tekið var á móti gestum í forsal rýmisins með freyðivíni og ljúfum tónum lifandi djassbandsins Tríó Ragnars Jónssonar sem spilaði fyrir gesti á kontrabassa, píanó og saxafón. Brúðhjónin nýkrýndu enduðu svo kvöldið í forsestasvítu hótelsins. María Thelma og Steinar hafa verið saman í rúmlega tvö ár og trúlofuðu sig í desember í árið 2022. Þau voru á jólarölti í Hafnarfirði sem tók ansi óvænta stefnu þegar Steinar skellti sér á skeljarnar og bað um hönd Maríu Thelmu í miðju Jólaþorpinu. Innsigluðu ástina eftir tuttugu ár Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrrverandi fótboltamaður og Rósa Signý Gísladóttir, doktor í sálfræðilegum vísindum, gengu í hjónaband þann 16. nóvember. Hjónin hafa verið saman í um 20 ár og er því komin ágætis reynsla á sambandið. Ragnar Ísleifur Bragason, athafnastjóri hjá Siðmennt og leikskáld, gaf þau saman. Bjarki er annar af tveimur umboðsmönnum og eigendum Total Football sem hann stofnaði árið 2012 með tvíburarbróður sínum, Arnari Gunnlaugssyni; Arnóri Guðjohnsen og Magnúsi Agnari Magnússyni. Þar áður spilaði hann fótbolta við góðan orðstír og lék meðal annars með ÍA, KR, Nürnberg, Molde og Preston. Rósa Signý Gísladóttir er doktor í sálfræðilegum málvísindum, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og vísindamaður við Íslenska erfðagreiningu þar sem hún hefur meðal annars rannsakað tónheyrn og taktvísi Íslendinga. Stjörnufans í Dómkirkjunni Bryndís Ýrr Pálsdóttir, lögfræðingur hjá Arion banka, og Haukur Harðarson, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, giftu sig þann 30. nóvember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Mikill stjörnufans var í brúðkaupinu, Stebbi Hilmars söng fyrir hjónin þegar þau stigu sinn fyrsta dans og svo kitluður bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson líka raddböndin. Dansinn dunaði svo í brúðkaupsveislunni langt fram á nótt. Bryndís og Haukur byrjuðu saman árið 2012 og eiga tvö börn, soninn Arnar Pál sem er tíu ára og Andreu Guðrúnu sem verður fimm ára í byrjun janúar. Haukur er landsmönnum vel kunnugur en hann var lengi vel íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu áður en hann hætti 2021 og fór til Samkeppniseftirlitsins. Brúðkaupsveisla í Þjóðleikhúskjallaranum Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona og Teitur Skúlason lögfræðingur giftu sig með sínu nánasta fólki að Borg á Mýrum í þann 24. ágúst. Emil Björn Kárason, sonur Kristínar, leiddi móður sína upp að altarinu þar sem Séra Guðni Már Harðarson gaf hjónin saman. Hjónin slógu svo upp veislu í Þjóðleikhúskjallaranum þann 30. nóvember þar sem Kristín Tómasdóttir stýrði athöfninni. Kaupmáli fyrir hjúskap Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, gengu í hjónaband í nóvember. Gengið var frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni. Fram kom í Lögbirtingablaðinu þann 19. desember kom fram að nokkur fjöldi kaupmála hafi í nóvember verið færðir í allsherjarskrá kaupamála hjá embætti Sýslumannsins á Vesturlandi í Stykkishólmi samkvæmt hjúskaparlögum. Í tilfelli Kára og Evu var það gert þann 22. nóvember síðastliðinn. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Um 38 ár eru á milli þeirra. Kári er fæddur árið 1949 og Eva 1987. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá Barcelona. Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Lítið sveitabrúðkaup Leikaraparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman gengu í hjónaband þann 21. desember síðastliðinn. Af myndum af dæma brugðu þau sér með sínu besta fólki út á land til að halda upp á tímamótin. Ellen og Arnmundur hafa verið saman í nokkur ár og eiga saman tvo drengi, Hrafn Jóhann sem er sjö ára og Halldór Hólmar sem verður tveggja ára í byrjun næsta árs. Brúðkaup Fréttir ársins 2024 Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Besti dagur lífsins heima í stofu Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, gengu í hjónaband við litla og fallega athöfn heima í stofu þann 27. mars. Palli skrifaði einlæga færslu í tilefni dagsins á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti deginum sem þeim besta degi lífs þeirra, fullum af ást og skilyrðislausum kærleika. „Takk, Edgar Antonio Lucena Angarita, ástin í lífi mínu og núna maðurinn minn. Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og akkúrat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri,“ skrifaði Páll Óskar. Páll Óskar og Edgar kynntust í janúar í fyrra í gegnum stefnumótaforritið Gindr, sem má segja að sé Tinder fyrir homma. Sveitabrúðkaup í Hvalfirði Ofurhlaupaparið Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Innri-Hólmskirkju í Hvalfjarðarsveit þann 6. apríl á tíu ára sambandsafmæli þeirra. Að athöfn lokinni óku hjónin í glæsilegri rauðri fornbifreið í veisluna sem fór fram í glæsilega skreyttum Sykursal Grósku. Símona og Sigurjón byrjuðu saman í apríl 2014 eftir að hafa kynnst í ræktinni. Saman eiga þau eina dóttur, Líf sem er fimm ára. Hjónin reka saman líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem kviknaði í bílskúrnum árið 2017, og er óhætt að segja heilsa og líkamrækt liti þeirra daglega líf. Stjörnubrúðkaup á Siglufirði Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, giftu sig við hátíðlega athöfn í Siglufjarðarkirkju þann 15. júní þar sem séra Skúla S. Ólafssyni gaf þau saman. Að athöfn lokinni leiddu Nadine og Snorri skrúðgöngu ásamt lúðrasveitinni að Kaffi rauðku þar sem veislan var haldin en þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Veislustjórar kvöldsins voru þau Þórdís Valsdóttir fjölmiðlakona og Sigurður Ingvarsson leikari sem héldu uppi fjörinu eins og þeim einum er lagið. Hljómsveitin ClubDub og siglfirska bandið Ástarpungarnir lék fyrir dansi, við það braust út alveg svakalegt partý, partý sem fór hálfpartinn úr böndunum eins og það átti að gera. Síðan sá Dj Danni Delux um að halda partýinu gangandi til klukkan þrjú um nóttina. Snorri og Nadine kynntust á fréttagólfinu hjá Stöð 2 þegar þau störfuðu bæði sem fréttamenn en ástin kviknaði á milli þeirra vorið 2022. Saman eiga hjónin einn dreng og eiga von á öðru. Fyrir á Nadine soninn Theodór sem er fimm ára. Lítil og einlæg athöfn Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og Bjarmi Fannar Irmuson gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní við litla og einlæga athöfn. Bjarni er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem blóma- og vöruhönnuður hjá Hæ Blóm og hafa þeir verið par í nokkur ár. Sjá: Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Kom sinni heittelskuðu á óvart Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor, giftu sig við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 17. ágúst síðastliðinn. Hjónin trúlofuðu sig í september 2022, tveimur árum eftir að þau kynntust. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju þar sem vinur hjónanna, Theodór Francis Birgisson, prestur og pararáðgjafi hjá Lausninni, gaf þau saman. Thelma Arngríms Veislan var haldin í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni og sá Viktor Sigurjóns, bróðir brúðgumans, um veislustjórn. Í veislunni kom Rannver sinni heittelskuðu á óvart með því stíga á svið og söng lagið Amazed, flutningur sem vægast sagt hreyfði við gestum og framkallaði nokkur gleðitár. Rakel og Rannver kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. Ástinni fagnað í Iðnó Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomasi Bojanowski gengu í hjónaband við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þann 17 ágúst. Að athöfn lokinni var haldið í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi. Elísabet Blöndal Ólafía og Thomas eiga saman tvo drengi þá Maron Atla sem er fæddur 2021 og Alexander Noel sem fæddist í febrúar á þessu ári. Ólafía, sem er einn fremsti kylfingur sem Íslendingar hafa átt, tilkynnti sumarið 2022 að hún væri hætt í atvinnumennsku í golfi og að hún ætlaði sér að takast á við ný ævintýri. Stórstjörnur og lúðrasveit Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum gengu í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 17. ágúst. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir gaf hjónin saman. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson söng lagið Þegar ég sá þig fyrst og mátti sjá gleðitár blika á hvarmi viðstaddra. Að athöfn lokinni var haldið í Gamla bíói þar sem dýrindis veitingar og skemmtidagskrá tók á móti gestum undir veislustjórn vina brúðhjónanna þeim Fannari Sveinssyni og Kötlu Þorgeirsdóttur. Íris Dögg Stjörnulið íslenska tónlistarmanna stigu á stokk og skemmtu gestum fram eftir kvöldi. Má þar nefna Friðrik Dór, Kristmund Axel, Birni, Herra Hnetusmjör, Stefán Hilmarsson og Eyjólf Kristjánsson. Móðir Teits, Jóna Lárusdóttir flugfreyja, hélt ræðu fyrir brúðhjónin og kom þeim skemmtilega á óvart með tónlistaratriði en hún hafði pantað Lúðrasveit Verkalýðsins sem marseraði inn í salinn og spilaði lagið All you need is love, öllum til mikillar gleði. Fanney og Teitur byrjuðu saman árið 2016 og trúlofuðu sig þann 7. janúar í fyrra. Saman eiga þau tvö börn, Kolbrúnu Önnu sjö ára og Reyni Alex þriggja ára. Draumabrúðkaup og veisla á Grand hótel María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors, skiptastjóri hjá Straumi, gengu í hjónaband við fallega athöfn í Hallgrímskirkju þann 12. október. Brúðguminn sjálfur steig í tvígang á stokk og flutti tvö frumsamin lög á gítar og söng fyrir gesti athafnarinnar sem samin voru beint til brúðarinnar. Elísabet Blöndal Að athöfn lokinni var leiðinni haldið að Háteig, veislusal Grand Hótels í Sigtúni þar sem tekið var á móti gestum í forsal rýmisins með freyðivíni og ljúfum tónum lifandi djassbandsins Tríó Ragnars Jónssonar sem spilaði fyrir gesti á kontrabassa, píanó og saxafón. Brúðhjónin nýkrýndu enduðu svo kvöldið í forsestasvítu hótelsins. María Thelma og Steinar hafa verið saman í rúmlega tvö ár og trúlofuðu sig í desember í árið 2022. Þau voru á jólarölti í Hafnarfirði sem tók ansi óvænta stefnu þegar Steinar skellti sér á skeljarnar og bað um hönd Maríu Thelmu í miðju Jólaþorpinu. Innsigluðu ástina eftir tuttugu ár Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrrverandi fótboltamaður og Rósa Signý Gísladóttir, doktor í sálfræðilegum vísindum, gengu í hjónaband þann 16. nóvember. Hjónin hafa verið saman í um 20 ár og er því komin ágætis reynsla á sambandið. Ragnar Ísleifur Bragason, athafnastjóri hjá Siðmennt og leikskáld, gaf þau saman. Bjarki er annar af tveimur umboðsmönnum og eigendum Total Football sem hann stofnaði árið 2012 með tvíburarbróður sínum, Arnari Gunnlaugssyni; Arnóri Guðjohnsen og Magnúsi Agnari Magnússyni. Þar áður spilaði hann fótbolta við góðan orðstír og lék meðal annars með ÍA, KR, Nürnberg, Molde og Preston. Rósa Signý Gísladóttir er doktor í sálfræðilegum málvísindum, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og vísindamaður við Íslenska erfðagreiningu þar sem hún hefur meðal annars rannsakað tónheyrn og taktvísi Íslendinga. Stjörnufans í Dómkirkjunni Bryndís Ýrr Pálsdóttir, lögfræðingur hjá Arion banka, og Haukur Harðarson, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, giftu sig þann 30. nóvember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Mikill stjörnufans var í brúðkaupinu, Stebbi Hilmars söng fyrir hjónin þegar þau stigu sinn fyrsta dans og svo kitluður bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson líka raddböndin. Dansinn dunaði svo í brúðkaupsveislunni langt fram á nótt. Bryndís og Haukur byrjuðu saman árið 2012 og eiga tvö börn, soninn Arnar Pál sem er tíu ára og Andreu Guðrúnu sem verður fimm ára í byrjun janúar. Haukur er landsmönnum vel kunnugur en hann var lengi vel íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu áður en hann hætti 2021 og fór til Samkeppniseftirlitsins. Brúðkaupsveisla í Þjóðleikhúskjallaranum Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona og Teitur Skúlason lögfræðingur giftu sig með sínu nánasta fólki að Borg á Mýrum í þann 24. ágúst. Emil Björn Kárason, sonur Kristínar, leiddi móður sína upp að altarinu þar sem Séra Guðni Már Harðarson gaf hjónin saman. Hjónin slógu svo upp veislu í Þjóðleikhúskjallaranum þann 30. nóvember þar sem Kristín Tómasdóttir stýrði athöfninni. Kaupmáli fyrir hjúskap Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, gengu í hjónaband í nóvember. Gengið var frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni. Fram kom í Lögbirtingablaðinu þann 19. desember kom fram að nokkur fjöldi kaupmála hafi í nóvember verið færðir í allsherjarskrá kaupamála hjá embætti Sýslumannsins á Vesturlandi í Stykkishólmi samkvæmt hjúskaparlögum. Í tilfelli Kára og Evu var það gert þann 22. nóvember síðastliðinn. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Um 38 ár eru á milli þeirra. Kári er fæddur árið 1949 og Eva 1987. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá Barcelona. Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Lítið sveitabrúðkaup Leikaraparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman gengu í hjónaband þann 21. desember síðastliðinn. Af myndum af dæma brugðu þau sér með sínu besta fólki út á land til að halda upp á tímamótin. Ellen og Arnmundur hafa verið saman í nokkur ár og eiga saman tvo drengi, Hrafn Jóhann sem er sjö ára og Halldór Hólmar sem verður tveggja ára í byrjun næsta árs.
Brúðkaup Fréttir ársins 2024 Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira