Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hægari vindur á norðaustanverðu landinu, þurrt og áfram kalt. Í kvöld mun svo bæta í úrkomu suðaustantil, en dregur úr henni vestanlands.
„Á morgun er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt. Einhverrar úrkomu er að vænta í flestum landshlutum, oftast á formi dálítilla élja. Hiti um eða undir frostmarki.
Á laugardag og sunnudag gera spár síðan ráð fyrir að áttin verði norðlæg og það kólnar. Snjókoma með köflum á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil,“ segir í hugleiðingum verðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Breytileg átt 3-10 m/s. Víða dálítil él, en slydda eða snjókoma um tíma við austurströndina. Hiti um eða undir frostmarki.
Á laugardag (vetrarsólstöður): Norðan 5-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Dálítil snjókoma eða él, en þurrt á sunnanverðu landinu. Frost 0 til 7 stig.
Á sunnudag: Norðan og norðvestan 5-15, hvassast norðaustantil. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Snjókoma með köflum á Norður- og Austurlandi, en styttir upp um kvöldið. Frost 2 til 12 stig.
Á mánudag (Þorláksmessa): Hvöss suðaustanátt með slyddu eða rigningu og hlýnar. Vestlægari og skúrir eða él um kvöldið.
Á þriðjudag (aðfangadagur jóla) og miðvikudag (jóladagur): Suðvestanátt með éljum, en þurrt norðaustan- og austanlands. Frost 2 til 10 stig.