Innlent

Enn unnið að stjórnar­sátt­mála og jólaverslun tekur breytingum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með stjórnarmyndunarviðræðum sem sagðar eru vel á veg komnar. 

Heimildir fréttastofu herma að jafnvel sé stefnt að því að klára málið fyrir jól og kynna nýja ríkisstjórn um helgina. Það er þó enn óvíst hvort af því verði. 

Þá verður rætt um jólaverslunina sem tekið hefur miklum breytingum undanfarin misseri og íslenskar verslanir eru í harðri samkeppni við erlendar netverslanir. 

Þá fjöllum við um stöðuna í fangelsum landsins og segjum frá nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. 

Og í íþróttapakka dagsins verður rætt við Frey Alexandersson sem á dögunum fékk reisupassann sem þjálfari í Belgíu. Hann er sagður koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×